
Úlfar Þormóðsson

Upphafning
Ríkisútvarpið bauð til veislu í kvöld, annan september 2016. Í tónum, máli og myndum. Á rás 1 Útvarpsins og í Sjónvarpinu. Hún var fyrir okkur þessi veisla, okkur sem fyrir margra hluta sakir komumst ekki í Hörpuna til þess að hlýða á stórfenglega tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Og einleikarana. Og kórana. Og einsöngvarana. Og kynnanna. Að […]

Verðbólgubónus
Í þeim hneykslunarflaumi sem fallið hefur – og fellur enn – vegna ofurbónusa þrotabúa föllnu bankanna til sölumanna sinna hefur enginn bent á það enn að hin árangursríka og verðlaunaða sölumennskan veldur verðbólgu. Því hærra verð sem fæst fyrir eignir þrotabúsins, þeim mun hærra verð myndast á samsvarandi vöru á „frjálsa“ markaðnum. Verðlag hækkar, verðbólga eykst. […]

Frammararnir 25
Sameinaðir framsóknarmenn fjögurra flokka, tuttugu og fimm talsins, hafa lagt fram þingsályktun þar sem þetta orðalag er að finna: „Öll skynsamleg rök hníga því í þá átt að halda flugvellinum og miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýrinni“. Samkvæmt þessari greiningu er ég óskynsamur. Það er meira að segja svo illa komið fyrir mér að ég vil ekki […]

Auglýsingar
Nú er rétt einu sinni hafin umræða um að svipta Ríkisútvarpið auglýsingatekjum. Eins og jafnan áður er hugmyndin rökstudd með því að aðrir fjölmiðlar, einkareknir, þurfi meiri tekjur til þess að lifa. Yfirleitt eru auglýsingar þreytandi útvarps- og sjónvarpsefni og oft á tíðum subbulegt blaðaefni. Nýjasta afbrigðið, auglýsingar sem styrkataðilar sjónvarpsefnis fá fyrir „styrkinn“, og […]

Sólarglærur
Það eru umbrotatímar í stjórnmálum. Í dag (22.08.´16) vaknaði einn ráðherra upp af djúpsvefni og annar áttaði sig. Í marga mánuði hafa landsmenn horft á Framsóknarflokkinn liðast í sundur vegna spillingarmála. Hingað til hefur forustan sagt að þetta sé alls ekki raunin. Síður en svo. Þar til í dag. Þá mátti lesa í Fréttablaðinu klausu, […]

Heillaráð
Skortur á íbúðarhúsnæði í Reykjavík er gríðarlegur. Afleiðingar Hrunsins er ein ástæða, stóraukinn ferðamannastraumur er önnur. Vísir.is skýrði frá því (17.08.´16) að íbúðarherbergi í kjallara að Ránargötu, 21,9 fermetrar, sé til sölu fyrir 19,9 miljónir króna. Fjármálaráðherra segist vilja auðvelda ungu fólki að kaupa húsnæði. Í dag, 18.08.´16, mælti hann á alþingi fyrir frumvarpi til laga […]

Bravó!
Litli-Jón ætti svo sannarlega að gleðjast þessa dagana. Hann er með 339 þúsund krónur í laun á mánuði og á von á 3% kauphækkun undir verturnætur. Gleðina getur hann alfarið þakkað ríkisstjórninni sem hugsar stöðugt um litla manninn og hefur nú losað um höftin sem hafa haldið aftur af honum; gjaldeyrishöftin. Déskotans höftin, sem hafa […]

Valdarán
Samkvæmt 6-fréttum Útvarpsins 15.08.´16 spurði Haraldar Einarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins iðnaðarráðherra eftir því á alþingi „hver tíu stærstu leigufélögin væru, bæði hvað varðar íbúðar- og atvinnuhúsnæði“. Hann spurði einnig um þróun þessara mála og hvort átæða væri til að hafa áhyggjur af henni. Innanríkisráðherra lét starfsmenn Þjóðskrár spreyta sig á þessu. Í svari þeirra segir að ekki […]

Slægð
Framsóknarmenn vilja ekki halda kosningar í vetrarbyrjun. Þeir eiga bágt. Pólitískt. Málefnastaðan er slæm. Formaðurinn er farinn og kominn og jafnvel farinn aftur. Eigi að síður hefur varaformaður flokks þeirra og forsætisráðherra heitið því að kosið verði 29. október. Segir að það hafi verið samþykkt mótatkvæðalaust í ríkisstjórn. Svo stígur annar ráðherra fram, Gunnar Bragi, […]

Rétt andlit
Formaður Sjálfstæðisflokksins, sem svelt hefur velferðina í þrjú ár, lýsti því yfir á dögunum að á næsta kjörtímabili yrði að taka til höndum og endurreisa heilbrigðiskerfið, byggja nýjan Landsspítala og fleira í þeim dúr. Vonandi var hann ekki að tala um hug sér, formaðurinn, því að nú reynir á hann og stuðningsmenn hans í flokknum. […]

Val
Tvö heróp bárust út í dag, 10.08´16. Það fyrra kom frá Markaðnum í Fréttablaðinu. Þar kallar framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) á gengisfellingu. Hann segir að viðgengi og vexti atvinnulífsins sé stefnt „í voða með mikilli styrkingu íslensku krónunnar.“ Sem sagt: Gengi krónunnar er of hátt að mati SA. Það þarf að fella hana. Það þýðir […]

Pex
Samkvæmt loforðum stjórnarherranna eru á að giska tveir og hálfur mánuður til kosninga. Í mesta lagi þrír mánuðir því að þá er kominn vetur. Reyndar er fyrsti vetrardagur 22. október en loforðið, margítrekað, hljóðar upp á haustkosningar. Svo undarlegt sem það er snýst heitasta pólitísku umræðan, svona stuttu fyrir kosningar, um hvaða dag verði kosið. […]