
Úlfar Þormóðsson

Gæfusmíði
Það er upplífgandi að verða hissa. Það er eins og mann kítli örlítið í innyflin. Hér kemur örstutt samantekt sem gæti vakið undrun og forvitnilegar spurningar. Þann 7. september 2011 var félagið Caramba-hugmyndir og orð ehf. tekið til gjaldþrotaskipta samkvæmt frétt í Viðskiptablaðinu. Það fylgdi og að hæstu skuldirnar hafi verið á Björn Inga Hrafnsson […]

Tortryggni
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), formaður Framsóknarflokksins var ekki fyrr kominn til starfa eftir fjögurra vikna frí en hann hóf að efna til ófriðar; sagði taugaveiklunarsögu af forsetanum og tilkynnti að það væri engin ástæða til þess að kjósa til þings í haust þrátt fyrir að samkomulag hafði þá nýlega náðst um að svo skyldi gert. […]

Ofvæni
Það er spenna í lofti, eftirvænting. Það er von. Og margir um hana: Það gæti verið hægt að hreinsa til á samfélagstindunum fyrir árslok. Það á að kjósa forseta og nýtt þing. Það sem vekur vonina er að í báðum kosningum mun kjósendum standa til boða að velja á milli fortíðar og framtíðar. Í hópi […]

Munaðarleysingjar
Fjölskylduharmleikur var fluttur í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkveldi (18.05.´16). Úrdráttur úr honum birtist í blöðum og öðrum fjölmiðlum í dag og aukið í. Orsakir hörmunganna eru deilur um týnda peninga, um horfinn arf. Í fjölmiðlum er aftur og aftur skýrt frá því að hinn umdeildi auður hafi orðið til vegna kommisjónar, umboðslauna, sem fjölskyldufaðirinn, heildsali, […]

Dellumakarar
Að venju skrifar nafnleysingi leiðara Morgunblaðsins þennan daginn (17.05.´16). Textarýnendur telja sig þekkja prófessor Hannes Hólmstein af orðfærinu. Leiðarinn á að vera til styrktar forsetaframbjóðandanum Davíð Oddssyni. Í Moggablogginu rægja landsþekktir dellumakarar einn meðframjóðanda Davíðs til forsetaembættis, Guðna Th. Jóhannesson. Þar í flokki eru Jón Val Jensson, Gústaf Adolf Skúlason og Pál Vilhjálmsson. Einn dellumakarinn, […]

Afturgöngur
Siggi á efstu hæð sló oftar en ekki í gegn í gleðskap. Hann var orðheppinn sögumaður sem hafði þann háttinn á að yfirgefa samkvæmi þegar honum hafði tekist vel upp og hæst lét í gestunum. En hann átti það til að ofmeta sjálfan sig. Ofmatinu fylgdi dómgreindarbrestur sem varð til þess að hann kom aftur […]

Það er kúkur í lauginni
Það er ekki oft sem náttúruverndarsinnum hefur gefist kostur á að gleðjast yfir orðum Jóns Gunnarssonar, alþingismanns. Það bar þó til í fréttum Stöðvar 2 nú í köld (06.05.´16) að orð hans um verndun Mývatns voru gleðiboðskapur. Eins og kunnugt er hefur lífríki Mývatns orðið fyrir verulegum skaða undangengin ár. Merki um það er hvarf kúluskíts, […]

Útsala
Það getur verið fjandanum erfiðara að segja satt. Margir sem hlustuðum á forsetann (ÓRG) lýsa því yfir í beinni útsendingu að hann yrði að vera forseti næstu fjögur árin að minnsta kosti, vegna óróa í samfélaginu, fengu á tilinninguna að hann væri ekki að segja satt; hann bara langaði til þess að vera forseti áfram […]

Heilsubót
Ég hlustaði á viðtal við Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðanda í gær en veit svo sem ekki hversu miklu ég á að trúa af því sem ég heyrði. Það greiðist væntanlega úr því síðar. Fyrir þá sem vilja hlýða á það er slóðin þessi: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP45077 En svo sá ég úrdrátt úr viðtali sem tekið var við Gylfa […]

That´s not the case
Forsætisráðherrann hefur lýst því yfir að það sé flókið og erfitt að eiga peninga á Íslandi. Orð hans ber þó ekki að oftúlka. Að öllu líkindum er hann hvorki að meina að það sé betra að vera blankur hérlendis en með fulla vasa fjár né að það sé snöggtum skárra að eiga pening í útlöndum […]

Manndómur
Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Stapa tengist tveimur aflandsfélögum sem frá er sagt í Panamaskýrslunni. Annað þeirra stofnaði hann í Lúxembúrg, fyrir Kaupþing. Það starfaði í þrjú ár, eftir því sem Kári Arnór segir í yfirlýsingu. Samkvæmt sömu yfirlýsingu lagði Kári Arnór hvorki fé til þessa félags né fékk pening greiddan úr því. Síðan segir í […]

Heilyndið
Jón Kalmann Stefánsson, rithöfundur skrifar athyglisverða grein í Kjarnann í dag (22. apríl 2016 ). Hann ávarpar forsetaframbjóðandann Ólaf Ragnar Grímsson og segir (sundurslitið af úþ): „Manstu, Ólafur, eftir Keflavíkurgöngunni sumarið 1987? Þú varst nýorðinn formaður Alþýðubandalagsins … Þú hvattir okkur til dáða, sagðir eitt og annað um mikilvægi málsins. Síðan gengum við af stað […]