
Úlfar Þormóðsson

Vanhæfni
3. gr. Vanhæfisástæður. Starfsmaður eða nefndarmaður er vanhæfur til meðferðar máls: 1. Ef hann er aðili máls, fyrirsvarsmaður eða umboðsmaður aðila. 2. Ef hann er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar. Ef eftirfarandi er rétt […]

Sláturtíð
Við erum undarleg þjóð. Nú þegar við höfum, fyrir tilverknað annarra og vegna sérkenna og fegurðar landsins, fengið upp í hendur svo öfluga atvinnugrein að hún skákar fiskveiðum, erum við tekin til við að eyðileggja hana. Að yfirlögðu ráði. Fyrir tilstilli þeirra sem vinna í henni og við hana og með hjálp ríkisvaldsins. Nú hafa sveitarfélögin […]

Rökþrot
Íslenska fúkyrðasafnið hefur verið opnað upp á gátt í tilefni af gjaldeyriseign eiginkonu forsætisráðherra. Í orrahríðinni gleymist að spyrja spurninga. Meðal annars þessara: Hvers vegna kaus eiginkonan að geyma peningana á Tortólu, sem heimurinn allur lítur á sem stað þar sem illa fengið fé er geymt? Af hverju var það ekki bara sett í banka […]

Takk
Árátta formanns Framsóknarflokksins, að koma illu til leiðar með með fáránlegum málflutningi, hefur, öllum að óvörum, leitt af sér eitthvað jákvætt. Hið neikvæða hefur snúist upp í andhverfu sína. Fleipur hans um að reisa nýjan Landsspítala í Garðabæ, þangað sem hann er nýfluttur sjálfur, hefur greint þann Framsóknarflokk sem hann stýrir frá Framsónarflokki Ingibjargar Pálmadóttur, […]

Kýrhausinn
Forsætisráðherrann hefur auga á hverjum fingri. Hann bendir á það sem betur má fara og finnur að því sem miður gengur. Að hans dómi. Hjá öðrum. Það er hávaði í miðbænum vegna byggingarframkvæmda, segir hann, húsið sem á að rísa þarna er ljótt og torgið þar sem það á að standa er skipulagsslys, Landsspítalinn á […]

Að slást við sjálfan sig
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór á dögunum til fundar við framsóknarmenn nálægt eyðibýli sínu austanlands. Samkvæmt miðlinum Austurfrétt.is frá því í gær, 8. mars, talaði hann til manna. Inntak ræðu hans var að miðjuflokkar eins og Framsóknarflokkinn ættu erfitt uppdráttar; það væri erfitt að vera framsóknarmaður. „Við sjáum það bæði í Bandaríkjunum og Evrópu að það […]

Peninga-sand-sukk
Þeir fjölmiðlar sem hafa afl og mannskap til að stunda rannsóknarblaðamennsku hafa, eftir því sem mitt er mál og minni, hvorki eytt tíma né peningum í að upplýsa um hinn gríðarlega peningaaustur sem átt hefur sér stað við gerð Landeyjarhafnar og orsakir hans. Nú er verið að dæla sandi upp úr höfninni og þar er […]

Vökumenn óttans
Óttaslegnu Íslendingunum gengur ekki nógu vel að hrella landann til liðs við sig. En nú er bjart framundan. Þeim hefur hefur borist liðsauki erlendis frá. Vísir.is birti frétt í gær (4.mars) undir hrollvekjandi fyrirsögn: Ísland verður að vera búið undir það versta. Þetta var haft eftir Peter Anthony Berlac, sem er yfirlæknir utanspítalaþjónustu í Kaupmannahöfn. […]

Mister mindfucking (svo)
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra er mættur til leiks. Í Kastljósi gærkveldsins (29.02.´16) skýrði hann frá auknum fjárveitingum til heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu, „og þjónustan sem þar verði í boði verði á breiðari grunni … Fjölgun einkarekinna heilsugæslustöðva sé nauðsynleg til að rjúfa stöðnun … Síðan hafa menn mismunandi skoðun á því hvernig rekstarfyrirkomulagið á að vera,“ […]

Alltaf á leiðinni
Undanfarnar vikur hefur utanríkisráðherra fundað með hernaðaryfirvölum Bandaríkjanna um aukin umsvif bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli. Þetta er hagsmunamál hergagnaframleiðenda og hugðarefni hinna hræddu. Með aðstöðu í Keflavík ætlar Kaninn að fylgjast með Rússunum sem hrella alla sæmilega Íslendinga frá ystu nesjum og upp í Fljótshlíð. Allt er þetta gert með vísan í varnarsamninginn við Bandaríkin […]

Snjallræði
Doktor Ragnar Árnason, prófessor er einn af fáum sem dirfast að hugsa eftir öðrum leiðum en vegum vanans. Hann hefur nú lagt fram athyglisverðar tillögur í húsnæðismálum. Þær gætu vísast virkað vel hérlendis þar sem færri virðast vilja leigja íbúð en kaupa. Hugmyndir Ragnars snúa að þeim sem ætla að eignast sína fyrstu íbúð. Í […]

Uppselt
Sem betur fer virðast menn vera að vakna til meðvitundar um að ef til vill sé rétt að fara að hamla gegn fjölgun ferðamanna. Ferðalangurinn Jónas Kristjánsson, ritstjóri hefur bent á þetta og varað við afleiðingum stjórnlausrar fjölgunar og í dag birtir Björn Brynjólfur Björnsson, kvikmyndaleikstjóri þarfar vangaveltur um málið í Fréttablaðinu. Þetta liggur þegar ljóst […]