trusted online casino malaysia

Úlfar Þormóðsson

rss feed

Að standa á rassi

Að standa á rassi

„Svo að ég hafi orð Steinþórs á Hala um ríkisstjórnina þá skal það segjast að þeir standa alveg á rassi með flest sín mál þessar vikurnar,“ sagði fremur víðsýnn íhaldsmaður við mig rétt í þessu. „Mest af þessu er framsóknarmönnum að kenna. Þeir búa flest sín þingmál illa úr garði. Ýmist tala þeir merkingarleysu í […]

Úlfar Þormóðsson 22/02/2016 Meira →
Úr dýraríkinu

Úr dýraríkinu

Ég hef áður lýst því yfir að ég hafi gert ítrekaðar tilraunir til þess að láta mér líka við forsætisráðherrann. Það hefur bara ekki tekist. Og eftir því sem hann situr lengur í valdastóli þeim mun verr gengur það. Fyrir þessu eru fleiri ástæður en hægt er að tína til í greinarstúf. Ein er sú […]

Úlfar Þormóðsson 18/02/2016 Meira →
Dellumakarar

Dellumakarar

Oft virðist sem dellumakarar komi að peningamálum fremur en fólk með heilli há. Af því leiðir marga vitleysu. Við höfum orðið fyrir þessu, Íslendingar, ekki síður en aðrar þjóðir. Til að axarsköftin falli ekki í gleymsku skulu hér nefnd þrjú; aðeins þrjú af ótal mörgum. Í gerð Landeyjarhafnar hefur verið ausið miljörðum króna. Það er […]

Úlfar Þormóðsson 17/02/2016 Meira →
Á þinn kostnað

Á þinn kostnað

Fjármálaráðherra hefur sýnt forsætisráðherra meiri þolinmæði en títt er í samstarfi stjórnmálaflokka. Forsætisráðherra hefur fimbulfambað um ýmis mál sem fjármálaráðherrann fer með. Nægir þar að nefna ótímabærar og ýktar yfirlýsingar hans um miljarðastreymi út þrotabúum bankanna yfir í ríkissjóð. Fjármálaráðherra hefur staðið þetta af sér og í stað þess að rjúfa stjórnarsamstarfið heldur hann við […]

Úlfar Þormóðsson 09/02/2016 Meira →
Undir dúknum

Undir dúknum

Átjánda janúar síðast liðinn lýsti Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra því yfir að hann vonaðist til að rætt yrði við fulltrúa hjúkrunarheimila um rekstrarvanda þeirra við fyrstu hentugleika. Mánuði síðar, 6. febrúar, var árangri viðræðna lýst í fréttum Sjónvarpsins. Þar var frá því greint að stjórn Hrafnistu hafi í hyggju að leigja öldruðum húsnæði beint, framhjá […]

Úlfar Þormóðsson 07/02/2016 Meira →
Líflína

Líflína

Fyrir mörgum áratugum ruku dýraverndarfélög til og fengu stuðning hins opinbera til þess að banna svartfuglaveiðar á fleka. Þær þóttu fruntalegar og að með þeim væri gengið á stofninn. Þetta var gert að óathuguðu máli. Menn vissu ekki fyrr en eftirá að nær allur fugl sem veiddist á fleka var geldfugl. Þegar flekarnir hurfu sótti […]

Úlfar Þormóðsson 04/02/2016 Meira →
Er ekki kominn tími til að tengja?

Er ekki kominn tími til að tengja?

Hvað myndi mér þykja um sjálfan mig ef ég áttaði mig á því að ég væri dögum saman að vasast í einu og öðru sem mér kemur lítið sem ekkert við og vanrækti þvínæst allt sem mér bæri að gera? Hvaða hug bæru mínir nánustu til mín? Ef ég sæti svo heima og tæki upp […]

Úlfar Þormóðsson 02/02/2016 Meira →
Fegurðin

Fegurðin

Spámennirnir í Botnleysufirði er vel sögð saga og merkileg. Hún hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2013 og kom út í afburðagóðri íslenskri þýðingu í haust eð leið og er þess vegna, meðal annars, fögur í hrikaleik sínum. Hilling 38 er líka verðlaunabók, hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2014. Á móðurmáli höfundar hefur þetta verið góð saga og heiðurs verð. […]

Úlfar Þormóðsson 23/01/2016 Meira →
Takk!

Takk!

Greiðslur Sjúkratrygginga Íslands til sérgreinalækna á einkastofum hafa nærri því þrefaldast frá árinu 1997. Þær hækka til samræmis við verðlag og laun tvisvar á ári. Þetta er eins konar vísitölutrygging. Á sama tíma hefur opinber heilbrigðisþjónusta barist í bökkum. Þetta merkir að einkaþjónustan hefur betri aðgang að „opinberu fé“ en „hið opinbera“; það er að […]

Úlfar Þormóðsson 21/01/2016 Meira →
Þjóðþrifamál

Þjóðþrifamál

Í gær var borin fram samsæriskenning. Flúnkuný. Í dag jókst trúverðugleiki hennar þegar Morgunblaðið sá sér ekki annað fært en að skrifa leiðara um húsnæðismál, þar sem stóð meðal annars: Óleystur er hins vegar sá húsnæðisvandi, sem leiðir til þess að hópur fólks hefur ekki efni á öðru en að búa í ólöglegu og óboðlegu húsnæði. […]

Úlfar Þormóðsson 20/01/2016 Meira →
Vonin blíð

Vonin blíð

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra hefur ekki fengið nokkurn svefnfrið síðustu fjóra til fimm daga. Það er sífell verið að vekja hann í viðtöl vegna gamla fólksins. Stjórnendur hjúkrunarheimilanna í landinu boðuðu til neyðarfundar á fimmtudaginn var ( 14. janúar) vegna erfiðrar fjárhagsstöðu, en þeir áætla að allt að tvo milljarða króna vanti til viðbótar í málaflokkinn […]

Úlfar Þormóðsson 18/01/2016 Meira →
Ekki er kyn þó keraldið leki

Ekki er kyn þó keraldið leki

Einkavinir Arion-banka, þeir sem fengu að kaupa hlutabréf í Símanum á undan öðrum og á lægra verði en aðrir, voru ekki fyrr búnir að fá staðfestan 410 miljón króna hagnað af vildarviðskiptum sínum en tilkynning barst um að úrvals­vísi­tala Kaup­hall­ar­inn­ar hef­ði fallið um 3,18 pró­sent auk þess sem bréf allra skráðra fé­laga lækkuðu í verði. […]

Úlfar Þormóðsson 14/01/2016 Meira →
1,060