
Úlfar Þormóðsson

„Hraðasta kjarabótin“
Boðað hefur verið til neyðarfundar vegna bágrar fjárhagsstöðu hjúkrunarheimila fyrir aldraða. Ríkið hefur ekki gert þjónustusamning við hjúkrunarheimilin þrátt fyrir lögbundna skyldu. Á fimmta tug hjúkrunarheimila eru í landinu og annast sveitarfélögin rekstur flestra þeirra. Í síðasta mánuði þurftu stjórnendur heimilanna að fara þess á leit við ríkið að það greiddi fyrirfram janúargreiðslu til heimilanna […]

Hringlandi
Eitt einkenni gelgjunnar er hringlandaháttur; hún á bágt með að halda sig að verki hvort sem hún þarf að sinna því með huga eða hönd. Oftast vex maðurinn upp úr gelgjuskeiðinu við aukinn þroska. Þá eflist staðfesta. Ef hann þroskast hægt og illa er vísast að hringlandi einkenni störf hans fram eftir árum. Forsætisráðherra landsins […]

Embættismaður með köllun
Það heyrir til undantekninga að embættismenn taki landa sína á beinið. Hvað þá að þeir hafi burði til þess. En landlæknir hefur merg í beinum og tilkynnti okkur það í Útvarpinu í gær (05.01.´16) að heilbrigðiskerfið hefði verið rekið á rangan hátt síðustu tvo áratugina, peningarnir sem í það fara séu ekki nýttir sem skyldi […]

Nöldrari ársins
Ég segi enn: ég er sífellt að reyna að láta mér líka vel við forsætisráðherrann. Ég reyni ítrekað að lesa eitthvað jákvætt út úr skrifum hans, hlusta eftir vitrænni framtíðarsýn þegar hann talar. Í þeim tilgangi las ég áramótagrein hans í Morgunblaðinu, sem útgerðarmenn settu óbeðnir inn um póstlúguna hjá mér. Þar segir hann, fyrirliði […]

Tvískinnungur
Tvískinnungur einkenndi orð og gerðir fyrirmanna á árinu sem er að líða. Forsetinn talar. Fólkið heldur sig skilja hann og skrifar og ræðir um orð hans. Þegar þar er komið sendir hann gjarnan frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ekki hafi verið rétt eftir honum haft eða að hann hafa ekki meint þetta sem […]

Góðar stundir
Í sólarleysi morgunsins barst mér tölvuskeyti austan af fjörðum og finnst að það eigi einnig erindi við aðra. „Eitt sinn þegar ég er um 10 ára þá spurði ég móður mína: „Af hverju heldur þú jólin svona hátíðleg?“ Þarna var ég farin að gera mér grein fyrir að hún var hvorki kirkjurækin né troðandi inná […]

Sjónhverfing við sólhvörf
Jón Sigurðsson stóð við hliðina á mér á meðan ég reykti. Ég hugsaði um skammdegið. Við horfðum báðir til sömu áttar. Með skakka auganu sá ég pelsklædda konu nálgast. Mér sýndist þetta vera Vigdís Hauksdóttir og fór að hugsa um Viðskiptaráð. Samkvæmt því sem segir á heimasíðu þess er megintilgangur ráðsins að gæta hagsmuna viðskiptalífsins, […]

… ég afnem argaþras
… það er alveg sama hvernig þeir hamast … hvern þeir senda á mig … ég slæ þá alla út … sjáiði kára til dæmis … hann óð fram með hótunum og illyrðum og sagði að ég vildi eyðileggja landspítalanum … þá lét ég bjarna sletta nokkrum miljónum í hræið áður en við stígum næsta […]

Á hverju eru þeir?
Landsspítalann vantar 3 miljarða til þess að endar nái saman í rekstrinum á ári komanda. Ríkisstjórnin ætlar að láta hann hafa 1 miljarð. Það fé á að nota til þess að flytja fólk af göngum spítalans og „eitthvað annað“ og 250 milljónir að auki til þess að laga lekann á Grensásdeild og lappa upp á […]

Afvegleiðarinn
Á þeim árum sem Morgunblaðið kom við á 80% heimila landsins trúði fólk á helmingi þeirra því sem í blaðinu stóð og kaus Sjálfstæðisflokkinn. Lykillinn að velgengni blaðsins í áróðri var að þegja yfir þeim skoðunum sem ekki nutu velvildar flokksforystunnar. Ef það neyddist til þess að segja frá þeim, einhverra hluta vegna, var það […]

Dólgur
Samkvæmt íslensku samheitaorðabókinni merkir nafnorðið dólgur groddi, ribbaldi, rosamenni; tröllkarl; draugur. Í Orðabók Menningarsjóðs er kvenkynsorðið sýndarmennska skilgreint sem yfirborðsmennska, sá háttur að reyna að sýnast meiri eða betri en maður er. 000 Guðlaugur Þór Þórðarson var annar tveggja alþingismanna í Kastljósi kvöldsins (15.12.´15). Ætlun þáttarstjórnanda var að ræða fjárlögin, einkum fjárþörf heilbrigðiskerfisins. Ég hafði ekki stóra von um […]

Úlfakreppa
Það er þrengt að Ríkisútvarpinu. Sá sem nú stendur þversum og veldur úlfakreppu er forsætisráðherra. Hann neitar að veita Útvarpinu það fé sem það þarf til þess að það verði áfram sú yfirburðar menningarstofnun sem það er og hefur verið. Samkvæmt fréttum innan úr trúnaðarmannaráði Sjálfstæðisflokksins stóð til að gera breytingu á ríkisstjórninni um áramót. Það […]