
Úlfar Þormóðsson

Hógværðin
Mogginn í dag, 12.12.2015, skýrir frá því að ríkisstjórnin hafi af rausn sinni veitt mæðrastyrksnefndum á Akureyri, Hafnarfirði, Kópavogi og á vesturlandi 0,8 miljón króna styrk hverri nefnd „í tilefni jóla“. Hjálpræðisherinn fékk einnig sömu krónutölu til ráðstöfunar af sama tilefni. Blaðinu láðist að greina frá því að sama stjórn hafði skömmu áður samþykkt að veita […]

Gælur og gyllinæði
Ráðherrar hafa að undanförnu verið að reyta af sér misskýr svör við spurningum Katrínar Jakobsdóttur um útgjöld þeirra vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa. Eygló Harðardóttir svaraði óvenju skilmerkilega og skýrði frá því að Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins hafi fengið tæpar tuttugu milljónir króna frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu fyrir aðstoð vegna norræns samstarfs, formennsku Íslands […]

Upphafning glópskunnar
Grundvöllur við útreikninga þjóðhagsstærða er rangur. Það sýnir og sannar sá mismunur sem jafnan er á spám bankanna og raunveruleikanum. Eigi að síður er haldið áfram að reikna eftir sömu vitlausu aðferðinni ár eftir ár. Fjölmiðlar birta niðurstöður og villuspár bankanna athugasemdalaust af ótta við að missa tekjur af hinum væmnu stórauglýsingum þeirra um afrek […]

Altíð
„Því miður verður að játa og viðurkenna að hugsjónir fullnægja aldrei almenningi – hinum fjölmenna múg sem horfir ekki til annars en almennrar velferðar. Meðalmennið krefst þess að hatrið fái notið réttar síns við hlið óbeislaðrar ástarnautnar og hver og einn heimtar að sérhver hugsjón komi honum fljótt og örugglega að persónulegu gagni. Ævinlega er […]

Burt með manninn
Fjárlaganefnd alþingis er fyrst og fremst vinnunefnd. Hún er einnig eins konar stuðpúði fyrir hugmyndir ráðherra, góðar eða vondar. Það er hins vegar misskilningur að formaður- og varaformaður hennar séu þvílíkir valdamenn sem af er látið. Þeir eru málpípa ráðherra. Þegar þeir hafa uppi niðrandi háðungarorð um Landsspítalann eru þeir að tala fyrir munn Kristjáns Þórs Júlíussonar, […]

Velferðarvísitala
Ef þú lemur náunga þinn og brýtur úr honum kjaftinn stuðlar þú að hagsæld samkvæmt fræðunum; tannsmíðin og önnur læknishjálp sem náunginn þarf á að halda eykur efnahagslegan vöxt í landinu, hagtölur bólgna og framleiðni eykst. Þeir sem búa um rúm ferðamanna á hótelum landsins fá 10% launahækkun og þaðan í frá 220 þúsund í […]

Hringhugi
Tilvera Véfréttarinnar í Delfí var að öllum líkindum reist á hljóð- og skynillu sem birtust í óræðum orðum og hálfkveðnum vísum. Sumum þykir forseti vor tala lík og hún; í gátum sem hver og einn getur misskilið að eigin geðþótta. Um langt skeið hefur einn spurt annan hvort herrann ætli að sitja áfram í embætti […]

Orsök & afleiðing
Tvær fréttir af byssum birtust á netfréttamiðlum í dag, 26.11.´15. Fyrirsögn í Vísi.is hljóðar svo: Lögreglubílar í höfuðborginni verða búnir byssum í desember Síðan er skýrt frá því að skammbyssur verði í sérstökum vopnakassa í bílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og að þetta sé gert til þess að „brúa bið eftir sérsveitinni.“ Fyrirsögn í Dv.is flutti […]

% % %
Prósentureikningur er til margra hluta nytsamur. En það er með hann eins og flest allt annað; það er hægt að misnota hann. Þegar 200-þúsund-krónu-maðurinn fær 10% hækkun sinna mánaðarlauna vaxa þau eðlilega um 20 þúsund. Ef prósentuhækkun er látin ganga upp eftir launatöflunum fær tveggja-miljón-króna-maðurinn 200 þúsund króna launahækkun í sinn vasa. Í harðri kjarabaráttu […]

Þrenning sönn og ein
Þjóðhöfðingjar okkar fengu kauphækkun í vikunni sem er að líða. Hún nam því sem næst lágmarks mánaðarlaunum, ellilaunþega, herbergisþerna og fiskverkafólks. Þeir eru glaðir, höfðingjarnir, og tala frá sér fögnuðinn hver um annan. Forsetinn, verndari „þjóðkirkjunnar“, fór í útvarpið og talaði við okkur um voðaverkin í París á Rás 2. Hann ól á óttanum og […]

Vekið manninn
Á forsíðu Fréttablaðsins í dag, 19. 11. 15 má lesa þetta: 238 konur bíða eftir aðgerð vegna blöðrusigs eða legsigs, 37 konur bíða eftir aðgerð vegna þvagleka. 180 konur bíða eftir greiningu. Þetta er óhugnanlegt. Samt er ekki öll sagan sögð; það bíða hundruðir eftir annars lags aðgerðum. Inni í Fréttablaðinu er birt grein eftir […]

Vopnin kvödd eða kvödd
Það þarf hvorki að lesa langt né lengi í mannkynssögu til þess að komast að því að ofbeldi verður ekki leyst með ofbeldi. Vopnaðir lögreglumenn gera það ekki heldur. Mbl.is flutti frétt nú í kvöld (16.11.´15) af dauðsföllum í Bandaríkjunum af völdum vopnaðrar lögreglu. Hér eru brot úr fréttinni: „The Counted, rannsóknarverkefni Guardian, miðar að […]