
Úlfar Þormóðsson

Sæmd
Af og til verður fólskan svo yfirgengileg að manninn setur hljóðan. Þannig háttar um þann fautaskap sem beitt var í París nú í vikunni. Sem betur fer hefur einstaka mönnum tekist að fjalla um Parísarmorðin af skarpskyggni og bent á hið augljósa sem gjarnan hverfur svo mörgum í andartaks vanmáttarreiði: Látum fólsku annarra hvorki leiða […]

Ljósberinn
Það er dásamlegt að komast að því hvar þekkingin býr. Og geta leitað eftir henni. Þar getum við vitleysingjarnir sótt kjark til þess að lifa gleðilegu lífi með vissuna og vitið að leiðarljósi: Ljósberi gærdagsins var Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður og ráðgjafi forsætisráðherra. Hann birtist okkur í fréttum Stöðvar 2 þegar verið var að segja […]

Afréttari
Ásdís Halla Bragadóttir er stjórnarformaður fyrirtækis í heilbrigðisþjónustu sem rekur heilsuhótel. Hún kvartar undan því að umræða um einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni sé ómálefnaleg, jafnvel andstyggileg. Vefmiðillinn Eyjan hefur eftir henni að „sumir kjósi að taka út einstaklinga og einblína á að þeir séu að græða í þeim tilgangi að gera starfsemina ómálefnalega“, hver svo sem […]

Í drottins nafni og 40
Eins og flestir vita er hægt að reikna eitt og sama dæmið með ólíkum aðferðum og fá breytilega útkomu. Þessa dagana dundar eftirlaunaklerkurinn Þórir Stephensen sér við að reikna út hversu mikið ríkissjóður leggi til „þjóðkirkjunnar“. Hann sleppir launum presta upp á 1 miljarð 507,6 miljónir, sem greidd eru úr ríkissjóði, einnig greiðslum í jöfnunarsjóð […]

Af fulltrúum skröksögunnar
Fjölmiðlahringurinn 365 var rekinn með miklu tapi á síðasta ári; í krónum talið. Mogginn tapar og tapar. Þó eru þessir fjölmiðlar í einkaeign; reknir samkvæmt bestu uppskrift frjálshyggjunnar. Og verða áfram. Þrátt fyrir tapið. Því er nefnilega þannig háttað að hagnaður af rekstri fjölmiðla fer ekki eftir því hversu miklu þeir skila inn á sparisjóðsbók […]

Landspítalinn há eff
Í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Samtök atvinnulífsins og Samtök verslunar og þjónustu er lagt til að framkvæmdum við nýjan Landspítala verði frestað um 2-3 ár og honum fundinn annar staðar. Skýrsluhöfundar telja að skynsamlegt sé að nýta frestinn til þess að „kanna fýsileika nýrrar staðsetningar“. Það eigi ekki að tefja málið. Auk tafanna […]

Hagfræði dauðans
Þessi spurningu hófst til flugs í morgun: Eru hörðustu pólitísku deilur í landinu átök innan Sjálfstæðisflokksins? Landsspítalinn er laskaður, húsnæðið lekt og myglað, tæki úrelt og ónýt og starfsfólk ofkeyrt af vinnu. Það er sjálfsagt margt sem þarf að gera til þess að kippa þessu í lag. Grundvallaratriði er þó að skaffa meira fé til […]

ÉG ER
… ég gerði þetta, þetta er unnið af mér, þetta er heimsögulegt og breytir engu þótt síðasta ríkisstjórn hafi undirbúið það með því að fá kröfuhafa að borðinu og taka þátt í fjármögnun bankanna, nokkuð sem ég gagnrýndi þá vegna þess að það var ótímabært og illa unnið eins og sést á Víglundarmálinu og auðvitað […]

Gjafmildi
Hugmyndafræðingur Framsóknarflokksins lýsti því í vikunni hvort ekki ætti að gefa Íslandsbanka þegar þar að kæmi. Orðrétt sagði hann að það ætti „að skoða þann möguleika að afhenda almenningi hluta bankans gegn skýrum skilyrðum og á hagstæðum kjörum… og að ekki sé hægt að framselja hlutina í von um skyndigróða.“ Þetta þótti formanni Sjálfstæðisflokksins slíkt […]

Dauðadans
Á borðplötu úti á þekju steig fiðrildi sinn dauðadans. Það fór í hringi. Af og til blakaði það vængjum, tókst ekki að hefja sig til flugs, reisti vængi og dansaði áfram. Á tölvunni er grein eftir Ásmund Einar Daðason, þingmann framsóknar, sem starfað hefur sem hugmyndasmiður forsætisráðherra. Í skrifum sínum fjallar þingmaðurinn um þau tíðindi […]

Gleðilæti í Svindlhöll Íslands
Í morgun var byrjað að selja hlutabréf í Símanum. Forstjóri Símans fékk að dingla bjöllukólfi í Kauphöllinni í tilefni dagsins. Forstjóri Kauphallarinnar var fullur af hátíðarkæti þegar hann ávarpaði viðstadda: „Síminn er sannarlega góð viðbót við hlutabréfamarkaðinn og styrkir bæði fjarskiptageirann á honum sem og markaðinn í heild sinni. Við hlökkum til að styðja við […]

Loddarar
Á dögunum datt ég inn í samtal á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Það var við fyrrverandi formann Bændasamtakanna sem nú situr á alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var að segja frá því að Hótel Saga, sem er í eigu samtakanna, hafi verið öflugt fyrirtæki fyrir Hrun, en þá hafi komið bakvindur í rekstrarseglin. Hótelið hafði fengið lán hjá […]