
Úlfar Þormóðsson

Að tala en þegja þó
Þessa daga sýður á mörgum manninum vegna viðtals sem DV birti við forsætisráðherra landsins og dreift var holt og bolt um byggðirnar. Það sýnist sitt hverjum um það. Eitt ætti þó að vera skýrt: Viðtalið lýsir innri manni þess sem talar. „Ég veit að ákveðnir aðilar sem vildu hafa áhrif á umræðuna út af haftamálunum […]

Fyrir viku
Á þjóðhátíðardaginn fór ég nestislaus í nýjum skóm niður á Austurvöll til þess að hlusta á forsætisráðherra milliliðalaust. Leyfa honum að tala til mín. Um framtíðina. Ég kom snemma, fór beint að álvarnargrindum vinstramegin þegar gengið er inn á völlinn. Þar hitti ég góðkunningja minn, prúðbúinn. Hann sagðist alltaf fara á völlinn á sautjándanum, […]

Dauðinn kemur í heimsókn
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna er mikill byssutrúarmaður. Hann heldur að byssur skapi röð og reglu. Og frið. Samkvæmt Útvegs-Mogganum hitti hann framkvæmdastjóra og sölumann byssuframleiðslufyrirtækis á dögunum. Það fór vel á með þeim, löggunni og sölumanninum. Þeir ræddu um rafstuðtæki eða rafbyssur, eiginleika gripsins og stöðu mála hér á landi. Blaðið hefur eftir Snorra: […]

Aðdróttanir
Nafnleysinginn á Útvegs-Mogganum er í essinu sínu. Hann hefur átt nokkra góða daga án Guðnýjar og einbeitt sé að því að fara með þrugl og þylja skæting. Í Reykjavíkurbréfi dagsins í dag eys hann úr sér rangindum, skrökvar upp á starfsmenn ríkisútvarpsins, heldur áfram að falsa söguna og leggur auk þess á borð með sér […]

Fornkarlabragð
Það var mikið stuð á Birni Bjarnasyni fyrrum ráðherra með meiru á kvenfrelsisdaginn, sem svo hefur lengi verið kallaður, og má með sanni segja að fjörið hafi endaði í tilþrifamikilli yfirlýsingu þegar horft er yfir allan leiksvöll karlsins. Birni segist svo frá í yrki á heimsíðu sinni. Það er merkt Föstudagur 19.06.15. „Í gær hringdi […]

Frelsari
Við eigum stórmenni, Íslendingar. Frelsara. Þetta er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Því miður hafa mörg okkar ekki tekið eftir því. En nú hefur okkur verið bent á það svo ekki verður hrakið. Og það af tveimur. Fyrri ábendingin kom að utan. Það er gæðastipill. Orð SDG í breska dagblaðinu Daily Telegraph. Útvegs-Mogginn færði okkur […]

Dónarnir
Það er undarlegt að hugsa til lánleysis ríkisstjórnarinnar. Það er algjörlega sjálfskapað. Aftur og aftur veður hún fram með mál af ungæðislegri frekju eða eyðileggur önnur með handabakavinnu af þekkingarleysi. Það síðasta er dæmalaust. Fyrir nokkrum vikum samdi hún við lækna um launahækkanir eftir langt verkfall. Komið hefur í ljós að þá gerði hún sér […]

Eitthvað er það
Framsóknarmenn eru ennþá glaðir. Líklega þriðja daginn í röð. Það stafar meðal annars af því að þeir hafa talið sér trú um að Sigmundur Davíð hafi fyrstur allra manna áttað sig á því að hægt væri að ná pening úr föllnu bönkunum og hvernig ætti að standa að því. Hann hafi bjargað málum. En þannig […]

Fallin spýtan
Nú leikur allt í lyndi hjá stjórnarherrunum. Það er ofboðfé í augsýn og þögulir menn og skömmustulegir lyfta brúnum og viðurkenna loks að þeir hafi kosið Framsókn. Það er gott að gleðjast. Einn dag í senn. Fyrir rúmu ári, í byrjun maí 2014, var skattrannsóknarstjóra boðin til kaups listi með nöfnum mörg hundruð íslenskra fyrirtækja […]

Trekantur
Þegar íslenska eignastéttin vil láta rægja menn beitir hún sömu aðferðum og kollegar þeirra um víða veröld hafa beitt um aldir. Hún sigar seppum sínum á þá. Hvuttarnir skálda upp sakir sem þeir gjamma um aftur og aftur þar til andlegu letingjarnir trúa þeim. Nú til dags gelta þrír menn hæst: Björn Bjarnason, fyrrverandi opinber starfsmaður, nafnleysingi […]

Kleina
Siðferði Morgunblaðsins hefur oftar en ekki verið undarlegt. Reikult? Hæpið? Breytilegt? Já, það er kannski helsta einkennið, breytilegt viðmið eftir um hvað og hvern er fjallað. Eins og flestir vita ræðst siðferði blaðs að mestu af því hver stýrir því. Í síðustu viku reiddi Mogginn til höggs og vildi rota þrjótinn Steingrím J. Sigfússon fyrir […]

Firring
Hvað eftir annað óskapast formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra yfir því að verkalýðsfélög leggi áherslu á mismunandi atriði við gerð kjarasamninga. Hann segir að það sé ekki hægt að semja við slíkar aðstæður. Það sé ómöguleiki. Hann spyr, hann þráspyr, hvernig þetta megi vera. Þetta er merkilegt. Eða ómerkilegt. Eða hefur maðurinn ekki hugmyndaflug eða getu […]