Efst á baugi
Sameining um það sem máli skiptir
Meginviðfangsefni stjórnmálanna er eitt grundvallaratriði. Skipting lífsgæða í samfélaginu. Skipting lífsgæða varðar bæði almenna tekjuskiptingu og aðgang að grunnþjónustu samfélagsins, svo sem heilbrigðisþjónustu og menntun, án tillits til efnahags. Stjórnmál snúast vissulega um fleira, en skipting lífsgæðanna er hið eilífa þrætuepli og afstaðan til hennar er það atriði sem ætti að skipta fólki í stjórnmálaflokka […]
Ísland í dag
Með morgunkaffinu : Forsætis segir ekki ganga upp að Alþingi sé leigutaki, það sé bara ekki í samræmi við hans stjórnarhætti og því óásættanlegt. Á þeim forsendum verði að vinda sér í að byggja nýtt hús með útliti sem uppfylli hans smekk. Ekki komi til greina að fara eftir lögbundnum leiðum um lýðræðisleg vinnubrögð. Ef þetta […]
Takk!
Greiðslur Sjúkratrygginga Íslands til sérgreinalækna á einkastofum hafa nærri því þrefaldast frá árinu 1997. Þær hækka til samræmis við verðlag og laun tvisvar á ári. Þetta er eins konar vísitölutrygging. Á sama tíma hefur opinber heilbrigðisþjónusta barist í bökkum. Þetta merkir að einkaþjónustan hefur betri aðgang að „opinberu fé“ en „hið opinbera“; það er að […]
Þjóðþrifamál
Í gær var borin fram samsæriskenning. Flúnkuný. Í dag jókst trúverðugleiki hennar þegar Morgunblaðið sá sér ekki annað fært en að skrifa leiðara um húsnæðismál, þar sem stóð meðal annars: Óleystur er hins vegar sá húsnæðisvandi, sem leiðir til þess að hópur fólks hefur ekki efni á öðru en að búa í ólöglegu og óboðlegu húsnæði. […]
Vonin blíð
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra hefur ekki fengið nokkurn svefnfrið síðustu fjóra til fimm daga. Það er sífell verið að vekja hann í viðtöl vegna gamla fólksins. Stjórnendur hjúkrunarheimilanna í landinu boðuðu til neyðarfundar á fimmtudaginn var ( 14. janúar) vegna erfiðrar fjárhagsstöðu, en þeir áætla að allt að tvo milljarða króna vanti til viðbótar í málaflokkinn […]
Fer kirkjunni betur að vera með opinn faðminn en munninn
Hvers vegna sætir þjóðkirkjan svo ákafri og jafnvel illskeyttri gagnrýni?
Ekki er kyn þó keraldið leki
Einkavinir Arion-banka, þeir sem fengu að kaupa hlutabréf í Símanum á undan öðrum og á lægra verði en aðrir, voru ekki fyrr búnir að fá staðfestan 410 miljón króna hagnað af vildarviðskiptum sínum en tilkynning barst um að úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefði fallið um 3,18 prósent auk þess sem bréf allra skráðra félaga lækkuðu í verði. […]
Lýðskrumið tók völdin í Icesave. Buchheit-samningurinn líklega besta niðurstaðan
Flest bendir til þess að síðasta útgáfa Icesave-samninganna hefði verið ákjósanlegasta niðurstaðan í Icesave-deilunni.
Barist gegn endurskoðun stjórnarskrár – uppfært
Mann setur oft hljóðan þegar hlustað er á málflutning marga stjórnmálamanna um Stjórnarskrána og endurnýjun hennar. Fjórflokkurinn hefur skipað hverja nefndina á fætur annarri þessi 70 ár sem liðin eru síðan núverandi Stjórnarskrá, sem var sett á í miklum flýti á sínum tíma, undir mörgum ræðum um að þetta væri einungis gert til bráðbirgðar og […]
Ástand landsins, 13. janúar 2016
Bandaríkjaforseti flutti í nótt ræðu um stöðu síns lands. Hér er niðurstaða Herðubreiðar um stöðu Íslands og Íslendinga, um miðjan janúar árið 2016:
„Hraðasta kjarabótin“
Boðað hefur verið til neyðarfundar vegna bágrar fjárhagsstöðu hjúkrunarheimila fyrir aldraða. Ríkið hefur ekki gert þjónustusamning við hjúkrunarheimilin þrátt fyrir lögbundna skyldu. Á fimmta tug hjúkrunarheimila eru í landinu og annast sveitarfélögin rekstur flestra þeirra. Í síðasta mánuði þurftu stjórnendur heimilanna að fara þess á leit við ríkið að það greiddi fyrirfram janúargreiðslu til heimilanna […]
Hringlandi
Eitt einkenni gelgjunnar er hringlandaháttur; hún á bágt með að halda sig að verki hvort sem hún þarf að sinna því með huga eða hönd. Oftast vex maðurinn upp úr gelgjuskeiðinu við aukinn þroska. Þá eflist staðfesta. Ef hann þroskast hægt og illa er vísast að hringlandi einkenni störf hans fram eftir árum. Forsætisráðherra landsins […]



