Efst á baugi

Mannvitsbrekkur
Kosningar nálgast. Þá láta spakvitringarnir í sér heyra. Einn er Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann birti grein í Morgunblaðinu í gær. Hún fjallaði um – átti að fjalla um – fjármál Reykjavíkurborgar. Í geininni eru margir tölustafir og mikið reiknað. Nafnleysingi (Óli Björn, Björn Bjarnason, Davíð Oddsson, Eyþór Arnalds, eigandi blaðsins eða einhver annar […]

Nöldur
Það er 1.maí. Fyrsti maí. Baráttudagur verkalýðsins. Frídagur hans. Nú heitir hann verkalýðsdagurinn í auglýsingum. Og kröfugangan? Hún er orðin að skrúðgöngu. Þar heldur fólk á skilaboðum. Og fánum. Innan skamms labba nokkrir menn og færri konur í skrúðgöngu á verkalýðsdaginn og halda á skilaboðum á meðan þorri manna vinnur þann dag jafnt sem aðra […]

Hentugleikasiðferði
Eyþór Arnalds er ekki bara þjóðkunnur bílstjóri, hann er líka framkvæmdamaður. Hann sat í stjórnum meira en tuttugu fyrirtækja þegar best lét hjá honum. Þegar hann fór í framboð í Reykjavík sem borgarstjóraefni Guðlaugs Þórs og Sjálfstæðisflokksins lofaði hann að segja sig úr stjórnum fyrirtækja. Ef marka má Vísi.is hefur hann sagt sig úr stjórnum […]

Gufuvélin
Fyrir ári síðan, fyrir einni ríkisstjórn síðan, fyrir einum heilbrigðisráðherra síðan, eða þann 26.04. 2017 skrifaði ég um veipið, undir fyrirsögninni hér að ofan. Ég stend enn við sama stokkinn og er við hestaheilsu. Í tilefni af umræðu um tóbaksnautnina á alþingi og í fjölmiðlum birti ég þessa ársgömlu grein á ný. Hún var svona […]

Réttmæli uppspunans
Silfrið, Kveikur og Kastljós eru sjónvarpsþættir sem skapa umræðu og auka skilning áhorfenda á því sem til umfjöllunar er hverju sinni. Þeir veita líka sýn inn í hugarheim þeirra sem þar koma fram og opinbera þekkingu þeirra. Og vanþekkingu. Jafnvel heimsku. En um hana er ekki talað. Það er bannað. Jafnvel þótt viðkomandi fái greidd […]

Kallalistinn býður fram í Reykjavík: „Við erum hreint ekkert að djóka“
Ákveðið hefur verið að svonefndur Kallalisti bjóði fram til borgarstjórnar í vor.

Kvaðning
Kannist þið ekki við þetta trix? “Of hár launakostnaður íslenskra fyrirtækja mun á endanum bitna harkalega á samkeppnishæfni landsins og sífellt fleiri dæmi eru um að fyrirtæki verði undir í samkeppni um verkefni á erlendum vettvangi vegna óhagstærða ytri rekstrarskilyrða. Þetta segir Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands í grein sem birt er í Viðskipta Mogganum […]

Hvurs er hvað?
Hvort sem það er rétt eða ekki hefur stríðsæsingarmönnum tekist að telja fjöldanum öllum trú um að ráðamenn í Sýrlandi beiti efnavopnum í innanlandsstyrrjöldinni sem þar geisar og taka sífellt fram að þeir beiti þeim gegn eigin þjóð líkt og það væri afsakanlegra að nota slík vopn gegn öðru fólki. Trúlega er stærstur hluti manna […]

Þrælslund
Utanríkisráðherra lýðveldisins Íslands er handviss um að efnavopnum hafi verið beitt í hinu ógeðslega stríði í Sýrlandi. Og hann veit hver gerði það. Hann er jafn viss um að Rússar hafi eitrað fyrir öldnum fyrrverandi njósnara í Bretlandi. Hann veit þetta. Og er þungorður í garð óþokkanna. Hann segir okkur, þegnum landsins, hins vegar ekki […]

Barnavinurinn mesti
„Hvert barn er svo dýrmætt og ég er sannfærður um að hvert barn sem við björgum er ómetanlegt fyrir samfélagið í heild. Hvort sem er félagslega, gagnvart fjölskyldu þess og síðast en ekki síst efnahagslega,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. (Mbl.is kl. 23:16 þann 11. Apríl 2018)

Okkar eigin okrarar II
Tölur frá OECD benda til þess að Ísland sé dýrasti áfangastaður heims um þessar mundir. Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna á Íslandi sem gefin var út í dag. Þar segir að af þeim löndum sem gögn OECD […]

Áræði
Ég hef ekki lesið fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar endanna á milli. En ég hef kíkt í hana, fengið nasasjón af henni. Þess vegna sýnist mér ljóst að stjórnarandstaðan hafi ekki verið búin að grufla mikið í henni þegar hún hjólaði í hana. Hún hljóp á sig. Og veit það núna. Þess vegna er kyrrt í pólitíkinni þessa […]