Pistlar

Hægri menn og Húsavík
Húsvíkingar og Þingeyingar máttu þola ýmislegt á 18 ára valdatíma hægrimanna. Stöðug fólksfækkun og fækkun atvinnutækifæra á því tímabili kom illa niður á því svæði eins og í svo mörgum öðrum byggðum vítt og breitt um landið. Það ætti því ekki að koma íbúum Norðurþings á óvart að sömu flokkar hafa aftur tekið upp fyrri […]
Íslandsvinur
Fyrir fáum áratugum var orðið padda notað af yngra fólki um þá einstaklinga sem hvort tveggja voru falskir og undirförulir og klíndu sig utan í þá sem meira máttu sín, gerðust senditíkur þeirra, geltu þegar þeim var sigað og fengu að launum bein að naga. Anders Fogh Rasmussen var forsætisráðherra Danmerkur á þeim árum sem […]

Lekamálið og stjórnarskráin
Mikið hefur verið rætt og ritað um lekamálið svokallaða og hvort innanríkisráðherra eigi að segja af sér. Ég ætla ekki að fara að skrifa upp viðtöl við ráðherrann eða benda á mótsagnir í máli hennar – það hefur verið gert víða. Mig langar að skoða málið út frá stjórnarskránni og stjórnskipaninni. Er ég þó enginn […]

Thorarensen-ætt
Thorarensen-ættina einkenna: farsælar gáfur, innri hlýja, dálítil framkomu-blygðun, en umfram allt drenglyndi. Stefán Þórarinsson amtmaður er ættfaðir Thorarensens-ættar. Ekki eru áreiðanlegar heimildir til um dauðdaga hans, en hann var farsæll embættismaður og tók upp sitt Thorarensensnafn að hætti þess tíma. Því hefur verið haldið fram, að Vigfús sonur hans, sem komið hafði veikur frá námi […]

Frændur og vinir
Lögin sem stuðst er við vegna veiða erlendra skipa úr deilistofnum sem ekki hefur verið samið um eru frá árinu 1998. Það var Þorsteinn Pálsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, sem lagði frumvarp um málið fram á Alþingi sem var síðan samþykkt án mótatkvæða. Þessu lagaákvæði hefur verið beitt nokkrum sinnum, m.a. vegna veiða skipa á úthafskarfa sem að lokum varð […]
TUÐ
Fólk á öllum aldri tuðar. Samt hefur því verið haldið á lofti að yngri kynslóðum að það séu einkum gamalmenni sem tuði. Til marks um það er orðið öldugnauð. Yfirleitt er tuðað um eitthvað neikætt og því hafa tuðarar fremur vont orð á sér. Eigi að síður þurfa flestir á því að halda að tuða. […]

Skáldið mitt, ekkert röfl, út með þig!
Vilhjálmur frá Skáholti var einhver dáyndisbezti og skemmtilegasti einstaklingur, sem eg hef kynnzt. Kynni okkar stóðu í allnokkur ár. Var eg þiggjandinn og hann gefandinn. Okkar fyrstu kynni voru þegar hann ördrukkinn slagaði inní Landsbankann, þarsem eg starfaði milli skólabekkja í víxladeildinni hjá Haraldi Johannessen, afa núv. ríkislögreglustjóra, föður Matthíasar skálds. Skáldið slagar þarna inn […]

Hvorki sjálfstæðir né óháðir
Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður á 365, var heldur vandræðalegur í viðtali við RÚV í morgun. Umfjöllunarefnið var staða og trúverðugleiki fjölmiðla fyrirtækisins eftir að eigendur þess ráku ritstjóra Fréttablaðsins vegna fréttamats þeirra. Viðtalið við Þorbjörn vekur spurningar um stöðu þeirra sem eftir sitja á fjölmiðlum eftir að eigendur grípa til slíkra ráða. Hún hlýtur að vera […]
Allt í þessu fína!
„Ég held að ég hafi gert mörg pólitísk mistök í þessu máli, en ég tók mínar ákvarðanir út frá fyrirliggjandi upplýsingum og gögnum. Meðan ég er með hreina samvisku get ég ekkert verið annað en sátt við sjálfa mig,“ er haft eftir innanríkisráðherranum á netmiðli í dag, 27. ágúst vegna „lekamálsins.“ Svo heyrðust setningar í […]

Hryðjuverk gegn Þórsmörk
Í júlí 2012 tóku sig til tveir tómstundabændur undir Vestur Eyjafjöllum og fóru með nokkra tugi af kindum inn á Almenninga fyrir innan Þórsmörk þvert á vilja Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Ég fjallaði um þetta ásamt nokkrum öðrum á sínum tíma. Þetta var í sjálfu sér einungis hápólitísk hefndaraðgerð vegna þjóðlendumála þar sem þessir einstaklingar […]

Framsóknarmenn sjá ljósið
Þessa dagana er engu líkara en ýmsir þingmenn Framsóknarflokksins séu að átta sig á því, að það er ekki nóg að eiga aðild að ríkisstjórn, hafa forsætisráðherra úr eigin röðum og hafa komið fram helsta kosningamáli sínu, ef samstarfsflokkurinn á svo að fá að ráða öllu öðru. Það er fyrirhuguð hækkun matarskattsins, sem nú […]

Ekkja Steins Steinarrs segir frá (II)
– Hvort Steinn orkti mikið þarna?
Eg veit ekki, hann safnaði aðallega gömlum bókum. Hann tók skyndilega uppá þessu, var við þetta vakinn og sofinn…