Pistlar

Landsbyggðarmeirihlutinn
Eftir Krumma í Rjóðri Meirihluti þjóðarinnar er enn „landsbyggðarbúar“ og afkoma byggðarinnar í landinu líður kannski ekki bara fyrir það að meirihlutinn sé að „kúga“ minnihlutann, heldur þá tilhneigingu fólks að elta hvað annað í öllu sem það gerir og reyna að níða svo af forgöngufólki skóinn. Við ætlum öll að rækta refi í dag, […]

Eins og maðurinn sagði
Þessi frétt á sér nokkrar hliðar. Dæmi: Í fyrsta lagi bendir þetta til að efnameira fólk hafi efnast talsvert umfram aðra á síðasta ári og greiðir því skatta í samræmi við það. Í öðru lagi vitnar þetta um að þær breytingar sem gerðar voru á skattkerfinu á síðasta kjörtímabili hafi heppnast vel. Þær miðuðu að því að […]
Kjarkleysi velsældarinnar
Umluktir öryggisvörðum sitja forystumenn öflugustu ríkja heims í skrauthúsum friðsamra stórborga og þinga um morðæðið í Gasa og á Vesturbakkanum. Vafalítið horfa þeir á myndir frá eyðileggingunni, hlusta á raddir örvæntingafullra og lemstraðra íbúa, hlýða á fréttir af matarskorti, rafmagnsleysi og vatnsskorti og sötra djús á meðan þeir virða fyrir sér brunnin heimili, hrunda skóla […]
Eitt ráð enn
Það gæti virst að allt sé reynt sem hugast getur til þess að stöðva hryllinginn sem á sér stað í Ísrael. Forystumenn fjölmargra þjóða senda foringjum Ísraela skeyti, bréf og ályktanir þar sem þeir eru hvattir til þess að láta af morðæðinu sem þeir eru haldnir. Um víða veröld heldur alþýða manna fundi um þjóðarmorðið […]

Bjarni á skilorði
Frá því að ríkisstjórn hægriflokkanna tók við völdum í sumarbyrjun 2013 hefur hún á nokkurra vikna fresti sent frá sér nokkuð sverar yfirlýsingar um afnám gjaldeyrishaftanna. Ævinlega er látið líta svo út að um tímamót sé að ræða og nú sé komið að því að aflétta höftunum. Enn hefur þó nákvæmlega ekkert gerst í þessa […]

Lágmarkslaun og jöfnun launa
Nýlega tilkynntu nokkrir þingmenn að þeir hygðust þegar Alþingi kæmi saman í haust fara að dæmi nokkurra erlendra kollega sinna og leggja fram frumvarp þar sem kveðið væri á um lágmarkslaun á Íslandi. Því miður er það oftast þannig þegar hlustað er á umfjöllun þingmanna um vinnumarkaðinn opinberast að margir þeirra hafa ákaflega takmarkaða þekkingu […]

Ótrúlega hissa
,,Það er í sjálfu sér ótrúlegt að okkur hafi haldist þannig á málum, að ríkið sitji uppi með á milli 100 og 200 milljarða ábyrgðir og tjón vegna Íbúðalánasjóðs sem hefur starfað í skjóli ríkisins.“ Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður sjálfstæðisflokksins, í viðtali við RÚV. Það er svo sannarlega rétt hjá Bjarna. Það er […]

Minnihlutahópur landsbyggðarinnar
Eftir Krumma í Rjóðri Í þessari umræðu langar mig að taka smá þátt og byrja á sögu. Það gæti hafa verið 1987 að ég mæti Rikka á flugvellinum á Egilsstöðum; hann er á leið heim á Stöðvarfjörð, ég að skreppa í borgina, hann er að koma frá Vín. „Veistu hvað er mest rætt í Austurríki […]

Dapurlegt
Flestum finnst betra en hitt að hafa úr nokkrum valkostum að velja eigi þeir við vanda að stríða. En ekki öllum. Langt því frá öllum. Ísland er t.d. í miklum efnahagslegum vanda sem óvíst er hvort eða hvernig mun leysast. Það mætti því ætla að þeir sem stjórna landinu vilji stilla upp nokkrum valkostum til […]
Frétt eða fimbulfamb?
Fyrir tæpum þremur mánuðum birtist frétt í Morgunblaðinu um að ríkinu hefði verið boðið að kaupa upplýsingar um hvaða Íslendingar hefur svikið fé undan skatti og komið því fyrir í skattaskjólum heimsins. Fréttin fór lágt; var einn dag í Mogganum, heyrðist vart í útvarpi eða sjónvarpi og nam varla staðar á netmiðlum nema Herðubreið þar […]

Tvenn stórtíðindi
Í dag birtust í fjölmiðlum tvær fréttir sem hljóta að teljast til tíðinda. Í fyrsta lagi var um að ræða yfirlýsingu frá upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins um að forsætisráðherrann hefði byggt tiltekin ummæli sín á staðreyndum. Í öðru lagi var sagt frá því að forseti lýðveldisins vilji ekki tjá sig um sjálfan sig. Öðruvísi mér áður brá.

Alþingi og eftirlitshlutverkið
Eitt af því sem ég hélt við hefðum lært af biturri reynslu eftir hrunið var að eftirlitið hefði brugðist hér á landi. Nei, ég ekki að tala um iðnaðarsalt þótt slíkt eftirlit skipti líka miklu máli. Ég er að tala um eftirlit stofnana á borð við Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið en ekki síst Alþingis sjálfs. Fyrsta […]