Pistlar

Eru landsbyggðirnar minnihlutahópur?
Í 65. gr. gildandi stjórnarskrár lýðveldisins segir: ,,Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ Þarna eru þeir taldir upp hverra réttindi er talin ástæða til að gæta sérstaklega að, þeir sem oft eru skilgreindir sem minnihlutahópar, þeir […]

Fúll og fúl á móti
Forsætisráðherrann hélt ræðu á fundi í flokknum sínum. Af fréttum má ráða að hann hafi verið glaðbeittur og uppörvandi eins og honum einum er lagið. Allir nema hann draga pólitíska umræðu niður á lágt plan. Skilja mátti að lágkúran hafi náð hámarki þegar fólk tók alvarlega framlag frambjóðanda flokksins hans í borgarstjórnarkosningunum. Hvernig datt fólki […]

Svona erum við
Þegar ég segi við á ég við meirihluta þjóðarinnar. Íslendingar eru verðtryggingarþjóð, þ.e. við viljum verðtryggingu í einni eða annarri mynd. Ef hún hentar okkur hverju sinni. Við viljum t.d. að laun og kjör haldi í við verðlag. Við viljum að kaupmáttur launanna sé tryggður fyrir verðlagi, þ.e. verðtryggður. Við viljum að okkur sé bætt upp tapið […]

Fyrrverandi biðst næstum því afsökunar
Morgunblaðið biðst afsökunar á Reykjavíkurbréfi ritstjórans. Það eitt og sér hlýtur að teljast vera frétt. Reykjavíkurbréfið moggans er ekki bara bara eins og hver annar bréfstúfur, heldur flaggskip blaðsins, kjölfesta þess, rá og reiði í senn. Mér vitanlega hefur blaðið aldrei beðist afsökunar á þessum bréfum sínum. Reykjavíkurbréfið er nú sem endranær skrifað af ritstjóra blaðsins. Hann er […]

Vín í matvöruverslanir? Auðvitað
Ég hef enn engin rök séð fyrir því að vín sé aðeins selt í sérstökum verslunum sem einungis eru opnar á takmörkuðum tíma og alls ekki þegar kannski helst væri þörf á. Það er skondið að sjá sömu lífsseigu rökleysurnar og haldið var á lofti fyrir bjórbanninu á sínum tíma . Rökleysurnar eru kannski eitthvað […]

Bjarni er búinn að átta sig
Ég hef ekki orðið var við að fréttastofur helstu fjölmiðla landsins hafi kveikt á stóru fréttinni í því að ríkisstjórnin hefur ráðið erlenda aðila til að annast samninga við kröfuhafa. Það gerði hins vegar bloggarinn Egill Helgason eins og sjá má í pistli hans frá því í gær. Það á semsagt að reyna að semja. Það tók […]
Um tíðindi í stjórnmálum
Það hefur ekki verið alveg tíðindalaust af stjórnmálum undanfarna daga. Tíðindin eru sannst að segja oft þeirrar tegundar að ekki er alveg augljóst hvort kona eigi að trúa sínum eigin eyrum. Um hreppaflutninga og nýja merkingu orða Sjávarútvegsráðherrann verður sennilega seint útnefndur til verðlauna fyrir stjórnkænsku eða diplómatíska umgengni við verkefni sín. Sá hinn sami […]

Mikilvægur skilningur
Á ársfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, AFE, hinn 27. júní sl. yfirskyggði yfirlýsing forsætisráðherra um flutning Fiskistofu annað það sem fram fór á fundinum. Það var synd því ýmislegt áhugavert koma þar fram hjá þeim Róbert Guðfinnssyni, útgerðarmanni og fjárfesti á Siglufirði og Eyjólfi Guðmundsyni nýjum rektor Háskólans á Akureyri sem voru með áhugaverð erindi á fundinum. […]

Leikhús fáránleikans
Fátt þrái ég meira en að við getum öll haldið áfram með lífið eins og við byggjum í eðlilegu þjóðfélagi. Jafnvel grætt svolítið á daginn og grillað á kvöldin. Nú eru að verða sex ár frá hruni og daglega eru fjölmiðlar troðfullir af fréttum um það. Úrvinnslan er enn í fullum gangi. Dómstólar troðfullir af […]

Ekki einkamál Bjarna
Bjarni Benediktsson formaður sjálfstæðisflokksins vill selja vænan hlut ríkisins í Landsbankanum. Hann segist þó hvorki vera búinn að gera það upp við sig hvað stór sá hlutur á að vera né hvernig að sölunni verður staðið. Hann talar eins og um sölu á persónulegri eign sinni sé að ræða sem öðrum komi ekki við hvernig hann ráðstafar. […]
Nýlenduveldið Reykjavík
Mér sýnist ýmsum hafa svelgst á ummælum Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, þegar hann gerði flutning Fiskistofu til Akureyrar að umtalsefni á heimasíðu sinni og endaði pistilinn á þessum orðum: Svo mikið er víst að tími landsbyggðanna er að renna upp. Langlundargeð íbúa þar er löngu þrotið. Þar er ekki lengur vilji til að vera […]
Samsæri
Sjaldan þykja samsæriskenningar áreiðanlegar. Þær eru oftast taldar ómerkilegar. Hér skal eigi að síður sagt frá tveimur slíkum sem nú fljúga fjaðralaust á milli manna. Önnur á augljóslega fullan rétt á sér. Það er samsæri Morgunblaðsins gegn Má seðlabakastjóra. Í marga mánuði hefur blaðið birt sömu frétt af og til. Hún er af fimm ára […]