Pistlar

Eygló ætti að biðjast afsökunar
Eygló Harðardóttir ráðherra segir framsóknarflokkinn vera fórnarlamb grófrar hatursumræðu sambærilegri þeirri sem beinst hefur gegn konum víða um heim. Eygló misnotaði aðstöðu sína sem ráðherra á norrænu kvennaráðstefnu Nordisk Forum í Malmö til að verja stefnu flokksins eins og hún var borin fram af leiðtoga flokksins í Reykjavík í aðdraganda sveitastjórnarkosninganna. Hún bað þátttakendur á ráðstefnunni um […]

Um hvað á samtalið að snúast ?
Framsóknarmaddaman í Reykjavík olli sannarlega miklum titringi með því að koma málefnum innflytjenda á dagskrá með frekar ógeðfelldum hætti í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna. Svo mjög að nú hefur málsmetandi (eins og stundum er sagt) framsóknarmaður kallað eftir því að borgarfulltrúinn hvatvísi segi af sér, til að hreinsa blettinn sem kominn er á gamla góða flokkinn hans. […]

Um ábyrgð almennings á Hruninu
Benedikt Jóhannesson einn af forsvarsmönnum Viðreisnar svaraði spurningu blaðamanns í gær hvort Sjálfstæðisflokkurinn sem leiddi ríkisstjórnir þessa lands fram yfir hrun bæri ekki mesta ábyrgð á því hvernig fór og þeirri stöðu sem við sitjum í. Benedikt svaraði „Já, en ég held að meginábyrgðina beri almenningur sem í gegnum fjölmiðla var óskaplega meðvirkur með […]

Oft er ódýrara að vera ríkur en fátækur
„Á leiðinni … mundi ég allt í einu eftir upplýsingapésa sem ég fletti inni á hótelherbergi einhverju sinni þegar ég var á ferð um heiminn. Í pésanum var greint frá því hvað gestum sem væru með greiðslukort stæði til boða umfram aðra þar. Það var breytilegt eftir kortum. Þeir blönku, þeir sem aðeins gátu fengið […]

Svo mikið svoleiðis
Þessi litla og sakleysislega frétt um hækkun á fasteignamati er kannski stærri og meiri en halda má í fyrstu. Skoðum það aðeins betur. Fasteignamat á að endurspegla söluverð fasteigna miðað við staðgreiðslu. Samkvæmt því hækkaði fasteignaverð í Reykjavík um 4,3% í fyrra og mun hækka tvöfalt og jafnvel þrefalt það á þessu ári. Mest er hækkunin í miðbænum og […]

Heimskun stjórnmálanna, verri en fordómarnir?
Ég hef vissulega áhyggjur af þeim kynþáttafordómum sem læddust upp á yfirborðið fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. En ég hef eiginlega enn meiri áhyggjur af ákveðinni „heimskun“ stjórnmálanna. Þegar frambjóðandi fer ítrekað með rangt mál og/eða staðlausar fullyrðingar eru eðlileg viðbrögð að benda á rangfærslurnar. Auðvitað er enn verra þegar afstaða frambjóðenda til ákveðinna mála litast af […]

Ofbeldi eða samræðulist
Sveinbjörg Birna oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík steig fram á síðustu dögum kosningabaráttunnar með yfirlýsingum um að á meðan við Íslendingar værum með þjóðkirkju ættum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur grísku rétttrúnaðarkirkjunnar. Sveinbjörg Birna bætti við að menn og konur ættu að kynna sér ástandið sem nú ríkti […]

Þetta er ekkert flókið
Bjarni Benediktsson formaður sjálfstæðisflokksins vill einfalda tekjuskattskerfið. En hvað er svona flókið við það? Hvað er það sem Bjarni skilur ekki? Tekjuskattskerfið er bæði einfalt og auðskilið öllu venjulegu fólki. Af fyrstu 290.000 kr. (á mánuði) er greiddur 22,9% skattur. Af næstu 494.700 kr. umfram það er greiddur 25,3% skattur. Af tekjum umfram 704.400 kr. er […]

Þinn hundur, þinn hundaskítur
Það er líklega rétt hjá Ólafi Þ. Stephensen ritstjóra Fréttablaðsins að upphaf hatursorðræðunnar í garð múslima varð ekki til innan framsóknarflokksins. Sú umræða var fyrir víða í samfélaginu og hjá skipulögðum haturshópum án þó þess að komast upp á yfirborðið. En það var framsóknarflokkurinn sem veitti umræðunni farveg og bauð hatursfólkinu upp á vettvang fyrir boðskap sinn. […]

Gæskusamfélag Framsóknar
Yfirlýsingar forsætisráherra undanfarna daga um óendanlega elsku Framsóknar á þeim sem minna mega sín og samfara víðsýni gagnvart erlendum viðhorfum varð til þess að margt rifjaðist upp úr slagsmálum starfsmanna verkalýðshreyfingarinnar við ráðherra Framsóknar við störf rússneskra línumanna við Búrfellslínu og erlendra verkamanna í Kárahnjúkum. Við Kárahnjúka settu íslensk stjórnvöld með Halldór Ásgrímsson […]

Étt’ann sjálf, Guðfinna!
Manni lærist ýmislegt á langri ævi. Til dæmis að það getur virkað ágætlega að draga kanínu upp úr hatti örskömmu fyrir kosningar. Mér hefur alltaf fundist trixið sjálft óheiðarlegt og kanínurnar hafa vissulega verið misfagrar ásýndum. En framsóknarkanínan, sem birtist viku fyrir borgarstjórnarkosningarnar, er sú ljótasta sem ég hef séð. Útlendingahatur og tortryggni milli kynþátta […]
Dalastrandabyggð og Árnessýslubyggð
Í tengslum við sveitarstjórnarkosningarnar voru víða gerðar skoðanakannanir um það hvort íbúar gætu hugsað sér að sameinast nágrannasveitarfélögum. Ánægjulegt var að heyra 60% Dalamanna gátu hugsað sér sameiningu og um helmingur íbúa Reykhólahrepps líka. Hins vegar vildu 61% íbúa Hrunamannahrepps ekki sameinast öðru sveitarfélagi. Þessi skoðun Hrunamanna virðist því miður vera ríkjandi á Íslandi. Ég […]