Pistlar

Ráðherraræðið
Það sem hefur einkennt íslensk stjórnmál frá stjórnmálum nágrannaríkja er ráðherraræði tengt valdahópum, sem nýta stöðuna sína til þess að tryggja sér hagsmuni umfram aðra. Sé litið til þess hvernig komið er fyrir íslensku samfélagi í samanburði við nágrannaríki okkar má rekja það til gallaðrar stjórnskipunar reistri á hraðsoðinni og óendurskoðaðri stjórnarskrá, grundvallaðri á dönsku […]
Déjà vu?
Hvaða ár er? Ráðherrar opna laxveiðiár til að bæta ímynd laxveiða. Banksterarnir sýknaðir. Ísland gæti orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð. (Hipp, hipp, húrra!) Og gott fólk, þetta gerðist allt á sama deginum og hann heitir ekki 1. apríl.

Martöðin
„Ég á mér þann draum að í framtíðinni verði Ísland þekkt um víða veröld sem alþjóðleg fjármálamiðstöð.“ Þetta sagði Halldór Ásgrímsson þáverandi forsætisráðherra og formaður framsóknarflokksins á viðskiptaþingi í ársbyrjun 2005. Geir H Haarde þáverandi formaður sjálfstæðisflokksins og arftaki Halldórs sem forsætisráðherra sagði síðar að af hans hálfu hefðu mörg skref hefði verið tekin í áttina […]

Grafir og stólar
Þremur árum eftir Breivik aðeins þremur árum eftir að Breivik felldi 77 norsk ungmenni í baráttu sinni gegn “fjölmenningarsamfélagi, Evrarabíu og trójuhestum múslima” vekur íslenskur stjórnmálaflokkur upp andúð á Íslam í von um atkvæði í von um stól eða tvo í borgarstjórn Reykjavíkur Í kjölfarið “brýst út umræða” með viðeigandi morðhótunum og kommentagargi […]

Framhaldið veltur á hinum
Ég held ekki að Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir — sem tókst að stela borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík um helgina — sé rasisti. Ég hef ekki heyrt hana tala illa um fólk af öðrum kynþætti en hennar eigin þótt það segi út af fyrir sig ekki mikið. Það sem hún sagði um múslima fyrir kosningar benti hinsvegar augljóslega […]

Ísland, Eistland og markmenn
Landsleikur Íslands og Eistlands í fótbolta í kvöld var bæði lélegur og leiðinlegur. Meira að segja Heimir þjálfari viðurkenndi það. Það voru íslensku markmennirnir, Gunnleifur Gunnleifsson og Ögmundur Kristinsson, sem björguðu okkur frá enn verri leik. Við þessar aðstæður, þegar lélegur leikur vinnst með heppni, leita áhugamenn um fótbolta að einhverju jákvæðu. Eða bara einhverju […]

Siðareglur renna til sjávar
Nú vonast ég til þess að einhver góðhjartaður maður geti útskýrt það hvernig boð í laxveiði getur verið opinber embættisskylda ráðherra. Hvernig dettur mönnum í hug að halda slíku fram? Hvernig gagnast boðsferðin þjóðinni? Er hún líklega til að auka hagsæld, draga úr verðbólgu, tryggja efnahagslegan stöðugleika, auka traust á stjórnmálamönnum, sætta þjóðina við sitt hlutskipti, […]

Fastmótuð viðhorf
„Fögur er hlíðin svo að mér hefur hún aldrei jafnfögur sýnst, bleikir akrar en slegin tún, mun ég ríða heim og fara hvergi.“ Svo mælti Gunnar á Hlíðarenda, hann vissi hvaða örlög biðu hans en hann kaus frekar að líta tilbaka en horfa fram á veginn. Bróðir hans Kolskeggur Hámundarson horfði hinsvegar fram á veginn […]

Ég skammast mín
Ghasem Mohammadi stendur á tvítugu. Hann flúði frá heimalandi sínu, Afganistan, fyrir fjórum árum til að bjarga lífinu. Síðustu tvö árin hefur hann verið í eins konar stofufangelsi á Íslandi. Hann fór í hungurverkfall fyrir nokkru og sálarástand hans er þannig, að hann langar helst til að deyja. Yngsti sonur minn er jafngamall þessum pilti. […]

Er þeim sjálfrátt?
Ég er veiðimaður, þ.e. að mér hefur alltaf fundist gaman að veiða fisk á stöng. Ég veiði hins vegar sjaldnast mikið og magnið skiptir mig minna máli síðari árin. Ég hef í nokkur skipti séð hvernig þeir veiða sem eingöngu mæta á árbakkann til að sýna veraldlegan auð sinn. Þar fóru bankamenn fremstir meðal jafningja […]

Trúnaður
Oddvitar Framsóknarflokksins töluðu dólgslega og fóru mikinn í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum. Vegna þessa velta margir því fyrir sér hvort flokkurinn sé stjórntækur. Af tilefninu er þarft að líta í baksýnisspegilinn. Á liðnu hausti kom út hjá Veröld bókin Steingrímur J. … , skráð af Birni Þór Sigbjörnssyni. Þar segir frá því á einum stað að íslensk […]

De profundis – úr undirdjúpunum
Eftir Bryndísi Schram Móðir jörð skartar sínu fegursta hér um þessar mundir. Kletturinn okkar er umvafinn gróðri í öllum regnbogans litum, gulum, rauðum, grænum og bláum – en aðallega þó fjólubláum. Blómin brjóta sér leið upp úr djúpum sprungum í átt til sólar. Þau klifra upp hvítkalkaða húsveggi og gefa lífinu lit og angan. Jafnvel […]