Pistlar
Hugmyndafræði í stað langs lista stefnumála
Nú hafa margir eflaust tekið eftir því að Píratar í Reykjavík eru ekki beint með langan lista af stefnumálum fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Það sem við höfum kannski ekki verið nógu dugleg við að kynna undanfarið er það hvers vegna við höfum þetta svona. Við hefðum auðveldlega getað ályktað um allt milli himins og jarðar út […]

Verðmætasta eignin
Í Fréttablaðinu í dag (28.05.14) fjallar Sighvatur Björgvinsson um áunnin lífeyrissparnað heimilanna. Ég er sammála nánast öllu sem Sighvatur segir í þessum pistli, en lokamálsgreinin er einfaldlega ekki rétt. Sá sparnaður sem íslensk heimili eiga inn í lífeyrissjóðunum hefur á undanfönum árum orðið í mörgum tilfellum stærsta eign heimilanna, eða um 25 millj kr. að […]

Tryggvi Þór – umbúðalaust
Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður sjálfstæðisflokksins, er verkefnastjóri, reiknimeistari og talsmaður ríkisstjórnarinnar um stóru millifærsluna. Hann hvetur þá sem geta til að leggja séreignasparnað sinn í að greiða niður húsnæðisskuldir og hefur reiknað út þannig geti fólk fengið allt að 40% ávöxtun á peningana sína. Slík ávöxtun þekkist hvergi í hinum vestræna heimi, a.m.k. ekki í löglegri […]

VARÚÐ!
Maður fékk miljón króna lán í viðskiptabankanum sínum og gekk þannig frá því að hann mætti borga inn á höfuðstólinn hvenær sem hann vildi. Mánuði síðan greiddi hann 100 þúsund krónur inn á höfuðstólinn með það fyrir augum að lækka vaxtakostnað sinn. Höfuðstóllinn lækkaði ekki. Hann hringdi í bankann en fékk engin skiljanleg svör. Þá […]
Stjórnmálamenn að vinna saman…svona einu sinni
Nú er kosningabarátta til sveitarstjórnarkosninga komin á fullt skrið og hafa þegar hafist neikvæðar árásir á persónur innan flokka og ákveðin stefnumál. Þetta er þróun sem ég hef tekið eftir að verður sífellt verri og grimmari með hverju árinu sem líður. Nú er ég sjálfur engan veginn saklaus þegar kemur að þessum málum og get […]

Leiguíbúðir eða okurleiguíbúðir?
Á allra næstu árum verður loksins til alvöruleigumarkaður á höfuðborgarsvæðinu. Framundan er bygging íbúðablokka fyrir almennan leigumarkað. Á því leikur enginn vafi. Um nauðsyn þess eru vinstri og hægri menn nefnilega sammála fyrir þessar borgarstjórnarkosningar. Engu að síður er munur á afstöðu þeirra. Og meira að segja munur sem skiptir miklu máli. Sjálfstæðismenn vilja einfaldlega […]

Hvað með hundinn?
Það er mikið sem þessi kosningabarátta er að verða leiðinleg. Einhvern veginn finnst mér umræðan vera farin að skrapa botninn þegar frambjóðendur eru í alvöru farnir að tala um að afnema stjórnarskrárbundin réttindi minnihlutahópa, jafnvel í nafni lýðræðis. Fólk sem ég tek mark á og hefur verið að fást við stjórnmál lengur en ég segir […]

Herópið
Samkvæmt mælingum hefur Framsóknarflokkurinn verið langt frá því að fá mann kjörin í borgarstjórn Reykjavíkur. Þrír vænir flokksmenn hafa verið mátaðir í forystusætið án árangurs. Því er nú róið á ný mið eftir atkvæðum. Bara einhverjum atkvæðum. Ef framsóknarflokkurinn fær mann kjörinn í borgarstjórn verður það á atkvæðum hægri öfgamanna. Flokksforystan virðist ætla að þegja það af […]

Skaðræði
Góðærið skilaði heilbrigðiskerfinu meira eða minna í molum inn í Hrunið. Það var ekki vegna kreppu eða hallæris heldur vegna þess að ríkisstjórnirnar frá árinu 1991-2008 vildu ekki setja peninga í heilbrigðiskerfið. Var þó nóg til af þeim að sögn. Landspítalinn komgjaldþrota út úr góðærinu, heilsugæslan var rústir einar og mikill skortur var á hjúkrunarrýmum um […]

Góðar hugmyndir í Reykjavík
Eftir Stefán Jón Hafstein Kosningabaráttan lumar á nokkrum góðum hugmyndum fyrir Reykjavík. Einhvers staðar í smáa letrinu rakst ég á að Sjálfstæðismenn vilja opna bókhald borgarinnar og setja á netið, nótur og allt. Þetta væri rótttæk og mikilvæg nýbreytni fyrir allan opinberan rekstur og verðskuldar stuðning. Hjá flokknum er það hins vegar reyndar tæpast „hugmynd“ […]
Valdakona
Ef einhver hefur haldið að ekki ætti að taka mark á frambjóðenda í fyrsta sæti Framsóknarflokksins til borgarstjórnar í Reykjavík, Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur þá er það rangt. Hún er formaður Landssambands framsóknarkvenna. Hún er fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi Íslendinga, kjörin í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hún er fulltrúi Framsóknarflokksins, hún er málsvari hans, hún talar fyrir […]
Unaður
Mörgum þykir stjórnmálaumræðan yfirborðskennd og grimmileg og nefna því til sönnunar að saklaust og vel meinandi fólk sem gefi sig að pólitík sé miskunnarlaust rægt og dregið niður í svaðið; að stjórnmálaþátttaka sé mannskemmandi. En nú bjarmar fyrir nýjum tímum. Netmiðlar greina frá því að formaður sjálfstæðisfélagsins Varðar hafi lýst stuðningi við frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í […]