Pistlar

Auðveldir kjarasamningar framundan
Forsætisráðherra segir í grein um helgina að „Jöfnuður hefur aukist þrátt fyrir hraðan hagvöxt – Atvinnuleysi hefur farið minnkandi – 4.000 ný störf hafi orðið til á fyrsta ári ríkisstjórnarinnar – Kaupmáttur hefur aukist meira á tímabilinu en nokkru sinni frá árinu 2007.“ Þetta segir okkur að ríkisstjórnin hafi tekið við ákaflega góðu búi […]
Öfgarnir hræða
Pólitísk umræða um trú og trúfélög væri ekki vandamál ef hún færi fram á forsendum hófsemdarfólks og almennt þeirra sem bera virðingu fyrir viðhorfum og trú annarra. Því miður er svo ekki – umræðan fer iðulega að snúast um viðhorf og trú öfgafólksins – bókstafstrúarfólksins, sem lifir og hrærist samkvæmt um það bil tvö þúsund […]
Umræðan um moskuna er á villigötum
Mikið hefur verið rætt um fyrirhugaða byggingu mosku í Reykjavík undanfarið og þar sem ég hef mjög sterkar skoðanir um trúmál tel ég það sjálfsagt að ég dembi mér aðeins í þetta tiltekna málefni. Sumir myndu kalla mig trúlausan en það er einfaldlega ekki nógu góð lýsing á minni persónulegu afstöðu til trúmála, kannski er […]
Stórsigur Framsóknar?
Það yrði óneitanlega bæði stór og óvæntur sigur ef Framsóknarflokknum tækist að fá kjörinn einn borgarfulltrúa eftir allt sem á undan er gengið. Bæði á bloggsíðum og Facebook er yfirlýsing Sveinbjargar Sveinbjörnsdóttur um mosku í Reykjavík mikið til umræðu í dag og flestir virðast sannfærðir um að hún sé endanlega búin að spila rassinn úr […]
Mótmæli gegn heitum potti
Sá tími kosningabaráttunnar er upp runninn sem vekur mesta andúð almennings á stjórnmálum. Pólitíkusar hefja áróðurssöngva um eitthvað, bara eitthvað, í von um að kastljós fjölmiðlanna beinist að þeim í stað þess að skína á keppinautinn. „Það á að skemma Laugardalinn“, „Það á að leggja hraðbraut um Árbæinn“, „Burt með Moskuna“,“Það á að þrengja Gullinbrú“, […]

Álpast til forystu
Fyrir viku eyddi formaður framsóknarflokksins heilum sunnudagseftirmiðdegi í að ræða um skipulagsmál í Reykjavík og fór létt með það. Síðan skrifaði hann óumbeðinn langa lofrullu um sjálfan sig Morgunblaðið. Hann fór líka létt með það enda tamt að ljúga. En hann getur ekki svarað því hvort hann er rasisti eins og leiðtogi flokksins í Reykjavík. Engin úr forystusveit flokksins, […]
Alið á óeiningu innan samfélagsins
Íslenskir múslimar glöddust þegar þeir fengu loksins úthlutað lóð við Suðurlandsbraut í september í fyrra, en þeim var í framhaldi af því gert að sitja undir andstyggilegum ummælum samlanda sinna, öfgamanna sem gengu svo langt að dreifa blóðugum svínshöfðum á lóðina. Oddamaður á lista Framsóknar í Reykjavík hefur nú tekið undir þessi viðhorf og […]

Nokkrir skrítnir dagar með Pírötum
Upp úr síðustu mánaðarmótum upplifði ég undarlega viku. Hún hófst á föstudagskvöldi 2. maí þegar ég skráði mig í Pírata og segja má að farsanum hafi lokið föstudagskvöldið 9. maí eða dagana þar á eftir. Síðan þá hef ég lítið verið við tölvu eða net en mér finnst hluti af því sem átti sér stað […]
Fortíðarþrá
Fyrir nokkrum árum var veislumaður staddur í gleðskap suður í Evrópu. Þá vék sér að honum góðglaður íslenskur ráðherra og spurði: „Viltu kaupa banka?“ Veislumaður hélt að þetta væri eitthvert afbrygði af spaugi og yppti öxlum. Ráðherranum þótti sem þetta væri ekkert svar og sagði með þjósti: „Þú átt að kaupa banka!“ Nokkrum mánuðum […]

Gnægð upplýsinga – engin afsökun
Flest fólk byggir afstöðu sína til einstakra mála á gögnum og upplýsingum. Lífssýn þess er reist á rökum og það er tilbúið að leggja sitt af mörkum til að vinna þeirra sýn fylgis, t.d. í kosningum. Aðrir láta sérhagsmuni ráða för og hafa enga sérstaka sýn á lífið aðra en þá að skara eld að […]

Vísisstjórnin
Einhverjir stjórnarliðar hafa sett sig í samband við forsvarsmenn á Djúpavogi og rætt við þá um það ástand sem er að skapast með brotthvarfi Vísis. Þess er krafist að forsætisráðherrann ræði við íbúa á Djúpavogi og þingmenn eiga að mæta á svæðið til að ræða ástandið og finna lausnir. Gott og vel, en það er […]

Framsóknarmenn heimsins
Hver man ekki eftir Huang Nubo, skáldinu og dýravininum sem vildi kaupa hluta af Íslandi undir golfvöll og hótel? Það hefur farið heldur lítið fyrir honum hér á landi að undanförnu enda hefur hann verið önnum kafinn við að efla menningar- og listalíf hjá frændum okkar í Noregi, rétt eins og hann var svo duglegur að gera á Íslandi. […]