Pistlar
Skrítið og seinbúið svar
Af alkunnri og margítrekaðri sammvinnufýsi og sáttavilja, svaraði innanríkisráðherra fyrirspurn okkar Marðar Árnasonar um meintan leka á persónuupplýsingum um Tony Omos og fleiri á föstudaginn var. Ég fékk tilkynningu kl 20:50 um að svarinu hefði verið útbýtt og svo var þinginu slitið kl 22:24. – Það gefst því tækifæri til að spyrja ráðherrann nánar um […]

Dagur íslensku bankanna
Stóra millifærslan virkar þannig að áður en kemur að því að lækka höfuðstól lána, eru vanskil, vextir, biðreikningar og fleira hreinsað upp og greitt upp í topp. Sumt af þessu höfðu fjármálafyrirtækin þegar samþykkt að afskrifa og jafnframt reiknað með að verða að fella annað niður. En þá ákvað Alþingi að millifæra úr ríkisjóði nokkra […]
Hvað með lánsveðsheimilin?
Forsætisráðherra talar ætíð um að hann sé að koma til hjálpar heimilunum með heimsmeti í skuldaleiðréttingum. Ekkert hafi verið gert fyrir þau eftir hrun. Fyrsta verk núverandi ríkisstjórnar var að lækka skatta hjá ríkustu fjölskyldum þessa lands um milljarða tugi. Annað verk þessarar ríkisstjórn var að henda í ruslafötuna samkomulagi sem búið var að ná […]
Gaman að svona glæpamönnum
Samráð Húsasmiðjunnar og Byko er auðvitað alvarlegur glæpur. En það er hins vegar beinlínis fyndið, hvernig upp komst um þetta samráð. Ástæðan reynist vera ótrúleg heimska glæponanna sjálfra. Út af fyrir sig er gríðarlega heimskulegt að viðhafa beint samráð. Það er hreinasti óþarfi. Á slíkum fákeppnismarkaði hefði dugað ágætlega að senda starfsmenn frá Byko í […]

Þegar Framsókn fagnar….
Þingflokkur Framsóknar dansaði stríðsdans í Alþingishúsinu í gærkvöldi eftir samþykkt skuldaleiðréttinga. Þau birtu þessa mynd af sér á Facebook. Þau vildu að við sæum fögnuðinn. Maður veit ekki alveg hvernig maður á að bregðast við, maður hálf lamast, þessi mynd er eitthvað svo ótrúlega óþægileg. Þetta er fólkið sem stjórnar landinu. Það er svona líka […]
Píratar þora meðan aðrir þegja
Meðhöfundur er Þórlaug Ágústsdóttir Við Píratar fáum oft tækifæri til að vera stolt af okkar vinnu og hugsjónum. Það var sérstalega ánægulegt að vera Pírati í gær og fylgjast með þingmönnum okkar brillera á þinginu. Þrátt fyrir að ýmis misgóð frumvörp og þingsályktanir hafi verið samþykkt þá höfum við Píratar góða ástæðu til að fagna. […]

Undarleg hegðun kjósenda
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði nýtur virðingar fyrir störf sín þvert á flokka. Hún hefur áunnið sér traust og virðingu sem bæjarstjóri og pólitískir andstæðingar hennar virðast ekki heldur hafa neitt yfir henni að kvarta svo heitið getur, a.m.k. ekki opinberlega. Samt lítur það þannig út að hún eigi á brattann að sækja í aðdraganda kosninga. Því […]
Flokksmálgagnið ver falsarann
Gömlu flokksblöðin eru dauð. Öll nema eitt. Morgunblaðið lifir enn, þrátt fyrir gjaldþrot. Og er orðið harðara flokksmálgagn en nokkru sinni fyrr. Í morgun var því dreift ókeypis. Kannski var dagurinn sérstaklega valinn með tilliti til forsíðufréttarinnar um leynd heimildarmanna, sem sögð er lykilatriði. Ég er reyndar hjartanlega sammála því. Fátt er frjálsri fjölmiðlun mikilvægara […]
Mannlíf, mannlíf og aftur mannlíf
Þegar ég kom þangað fyrst, var Siglufjörður höfuðborg hruns á Íslandi. Fúnar bryggjur, tankagímöld og skemmur blöstu við í hryggilegum bæ. Ég man eftir að hafa eigrað um risastóran steypuvöll, einhverskonar síldarvarpa, og það var ekki kjaftur á kreiki í bænum. En þegar hún móðir mín kom þarna fyrst var manngrúinn meiri en hún hafði […]
Bræla
Háskóla Íslands hefur verið falið að meta rekstur útgerðarinnar og finna út hvað þurfi að lækka mikið skattana á henni til þess að greifarnir verði ánægðir með hagnaðinn. Áður en matið hófst varð uppnám því að það olli megnri óánægju í hópi útgerðarmanna þegar í ljós kom að ekki dygði að senda áritaða ársreikninga heldur […]
Eldhúsdagsræðan
Forseti, ágætu landsmenn. Fyrsta þingvetri á nýju kjörtímabili er að ljúka. Í kosningunum á síðasta ári hlutu ríkisstjórnarflokkarnir um 51 % atkvæða sem færði þeim mikinn þingstyrk – 38 sæti eða 60 % þingsæta. Það heyrist oft – bæði í þingsal og utan hans – að nú sé ný stjórn við völd og hún ætli […]

Gunnar Bragi Evrópumaður ársins?
Þegar kemur að því að finna út hver hefur mest gert fyrir okkur á árinu 2014, okkur sem viljum ná góðum samningi við Evrópusambandið og fá þar aðild með okkar bestu vina- og ná grannaþjóðum, hlýtur utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson að koma sterklega til álita. Ef maður skoðar kannanir MMR um afstöðu landsmanna til aðildar […]