Pistlar

Innrásin í Reykjavík
Nú ætla ég að gerast svo djarfur að spá Framsóknarflokknum góðu gengi í Reykjavík verði Guðni Ágústsson í oddvitasætinu á lista flokksins. Fyrir því eru nokkrar ástæður og vil ég nefna þessar helstar: Fyrir um einu ári síðan, kusu Reykvíkingar fjóra skrýtna framsóknarmenn á þing; Vigdísi Hauksdóttur, Frosta Sigurjónsson, Karl Garðarsson og Sigrúnu Magnúsdóttur. Þetta […]
Átök á stjórnarheimilinu
Veruleg ólga er sögð vera á milli stjórnarflokkanna um breytingar á lögum um veiðigjöld. Frumvarp þess efnis hefur legið fyrir í nokkrar vikur en ekki enn verið afgreitt úr ríkisstjórn vegna andstöðu framóknarmanna sem óttast auknar óvinsældir verði frumvarpið lagt fram. Sjálfstæðismenn eru annarrar skoðunar og vilja að frumvarpið verði kynnt sem allra fyrst og afgreitt […]
Ókeypis ráðgjöf til Sigurðar Inga
Ég sá í fréttum í gær að Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sjávarútvegs og fleira, hefur réttmætar áhyggjur af stöðu smærri sjávarbyggða. Hann mætti jafnvel einnig hafa áhyggjur af sumum stærri byggðarlögum sem hafa byggt afkomu sína á sjávarútvegi. Sigurður bíður spenntur eftir skýrslu frá Byggðastofnun um þetta mikla vandamál. Það er ekki tilviljun hvernig landið […]
Eins og flís við rass
Allt bendir nú til þess að Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og formaður framsóknarflokksins verði dubbaður upp sem leiðtogi framsóknarmanna í Reykjavík í sveitastjórnarkosningunum í vor. Það fer líka vel á því enda er Guðni bæði hnyttinn og skemmtilegur, auk þess að vera strangheiðarlegur og sómakær stjórnmálamaður. Allt þetta og miklu fleira í fari Guðna er talið líklegt […]

Skríllinn fær dollu
Það virðist ekki umflúið. Liverpool er að vinna Englandsmeistaratitilinn. Það er auðvitað í góðu lagi, þannig séð. Lið Brendans Rodgers spilar flottan fótbolta og í Liverpool eru góðir leikmenn, eins og Suarez, Sturridge, Sterling og svo auðvitað Gerrard. Suarez er hvergi húsum hæfur nema á Anfield, en Gerrard er toppmaður sem hefur haldið tryggð við […]
Endurhugsun á menntakerfinu
Menntun eins og við þekkjum hana er víðast hvar mjög svipuð í hinum vestræna heimi. Maður byrjar í leikskóla, fer svo í grunnskóla, framhaldsskóla og loks háskóla. Þessi mismunandi stig menntunar hafa öll svipaða uppbyggingu þar sem fögum er raðað niður eftir því hversu mikilvæg þau eru talin vera. Fyrst er móðurmálið, stærðfræði og raunvísindi, […]
Góð tilbreyting í pólitískri umræðu
Það var skynsemi í máli Ásgeirs Jónssonar hagfræðings um gjaldeyrishöftin í Vikulokunum á RÁS 1 í morgun. Umræðan um afnám haftann í dag snýst mest um hvernig og hvenær þau verða afnumin, sem er auðvitað mikilvægt. En mikilvægara er þó eins og Ásgeir benti á í þættinum að ræða hvað tekur við eftir afnám haftanna, hvernig lífið […]

Landið eitt kjördæmi – af hverju ekki?
Misjafnt vægi atkvæða eftir búsetu hefur lengi viðgengist á Íslandi. Í alþingiskosningunum 2009 fékk Vinstrihreyfingin – grænt framboð 4018 atkvæði í NV-kjördæmi. Flokkurinn fékk 3 þingmenn af 9. Í Suðurkjördæmi Reykjavíkur fékk flokkurinn hins vegar 8106 atkvæði og 2 þingmenn af 11. Það þurfti 4053 Suður-Reykvíkinga til þess að koma 1 VG manni á þing […]

Þjóðarsálin hans Jóns míns – Leikhúsferð suður á Akureyri
Gaman að keyra “suður” og fara í leikhús. Brá mér inn á Akureyri í gærkvöldi. Hundurinn fékk prímapössun hjá Dinnu á Dalvík og bíllinn nýtt gamalt dekk hjá BHS-verkstæði á Sandinum, miklir yndismenn sem hlúa þar að sjúkum og veikum bílum. Veit ekki með ykkur en mér finnst eitthvað alveg ómótstæðilegt við bifvélaverkstæði, einkum á […]
Þunglyndið í þularklefanum
„Það sem hann hefði frekar átt að gera…“ er frægasta setning íslenskra fótboltaþula. Þeir vita allt best í sínum eins manns sólóum í þularklefanum, hálfkalt kaffi í bollanum en þeir sjálfir sjóðheitir, tala hátt eins og fulli frændinn í fermingaveislunum. Samt virðast þeir hálfsvekktir yfir hlutskipti sínu, að þurfa að vinna við að lýsa vinsælustu […]
Skylmingar Ragnheiðar Elínar
Það hefur ekki farið mikið fyrir Ragnheiði Elínu Árnadóttur eftir að hún varð ráðherra og það litla sem hún hefur gert hefur er hún nú að reyna að lagfæra og færa aftur til fyrra horfs. Dæmi um það eru fjárveitingar til að ferðamannastaða sem voru verulega auknar á síðasta kjörtímabili. Það fyrsta sem Ragnheiður Elín […]
Borðtennis, blíða, stepp og það að dekka dansandi mann
15. apríl 2014 Kæra Ísland, Borðtennismót Lyndu Jones fór fram í blíðskapaveðri á 2900 West Linden Avenue (öðru nafni Nashville Icelandic Sports Federation Club House) um helgina. Fjöldinn var reyndar svo mikill að aldrei tókst að klára mótið, en það var skemmtilegt fyrir því! Partíið stóð vel fram eftir og Íslendingafélagið var sérstaklega ánægt með […]