Pistlar
Að koma út úr skápnum sem evrópusinni
Að vera á móti inngöngu í ESB er pólítísk afstaða sem ég hef lengi haldið fram að sé sú eina rétta þegar kemur að Evrópusambandinu. Hvernig í ósköpunum getur Píratinn í mér samræmt þau gjörsamlega ólýðræðislegu vinnubrögð sem eiga sér stað innan Evrópusambandsins við eigin sannfæringu? Mun ESB ekki bara gjörsamlega rústa fiskistofninum hjá okkur, […]
Betur borgið utan Íslands?
Sparisjóðaskýrslan er enn einn vitnisburðurinn um þá geggjun og brjálæði sem viðgekkst hér á landi fyrir Hrun. Enn og aftur hefur verið sýnt fram á hvernig gjörspillt samkrull stjórnmála og viðskipta gegnsýrði þjóðfélagið allt án mikillar mótspyrnu. Afleiðingarnar felast m.a. í gríðarlegum kostnaði sem samfélagið allt þarf að bera og mun hafa neikvæð áhrif á […]
Nýr flokkur?
Ég finn mig hvergi í stjórnmálaflokki. Fyrir það fyrsta þá er nú ekki mikið að græða á „vinstri“/“hægri“ skilgreiningum. Og jafnvel það sem hægt er að greina þar, hentar mér einfaldlega engan veginn. En ég fæ stundum „áhugaskot“ þegar ég heyri af nýjum stjórnmálaflokki. Þetta gilti um Borgarahreyfinguna, Pírata, Bjarta framtíð, Lýðræðishreyfinguna og fleiri… En […]
Hvar er fjandans kanínan núna?
Oft – en að vísu ekki alltaf – er það eitthvert eitt málefni, sem verður svo stórt í hugum fólks allra síðustu vikurnar fyrir kosningar, að það ræður hreinlega úrslitum. Fyrirbrigðið er algengara fyrir þingkosningar, en þó má einnig nefna dæmi um að tekist hafi að blása út svipaða sápukúlu fyrir sveitarstjórnarkosningar. Þetta má a.m.k. […]
„Gríðarlegt fjármagn“ og lýðræðið
Ég, eins og fleiri, hef fylgst með stofnun nýs framboðs á hægri ás stjórnmálanna í fjölmiðlum (og kjaftasögum) enda áhugasöm um hræringar á stjórnmálasviðinu. Fjórflokkurinn er í andaslitrunum og sviðið í meira lagi áhugavert ekki síst þar sem baráttan um Ísland stendur sem hæst. Í Kjarnanum í dag er áhugaverð grein um „Nýja Sjálfstæðisflokkinn“. Aðstandendur hans […]
Vangaveltur um hugtök
Maður á það gjarnan til að velta því fyrir sér hvaða merkingingu fólk leggur í mismunandi hugtök. Maður heyrir fólk gjarnan lýsa sér sem jafnréttissinna, femínista, anarkista, frjálshyggjumanni og endalaust mætti halda áfram. Mér finnst mjög erfitt að nota þessi hugtök til þess að lýsa sjálfum mér enda fer það algjörlega eftir því hvern maður […]
Heimsmet í kosningasvikum
Svona, nokkurnvegin, var umsögn mín um mál 340 á yfirstandandi þingi. Ég hef fylgst með þróun Evrópusambandsins (ESB) í um 50 ára skeið. Bjó í Aachen, á sjöunda áratugnum, sem var algengur fundarstaður ECSC og síðar EC, þegar samvinnan var að mótast. Aachen var eitt sameiningartákna evrópska samstarfsins, sem fyrrverandi aðsetur Karls mikla. Ekkert var […]
Að hitta naglann á ólitaðan hausinn
Þingmaður Framsóknarflokksins sagði að „skuldaleiðréttingin“ væri fyrir fólk sem vildi ekki lita hárið sjálft heldur fá þessa þjónustu á hárgreiðslustofu. Mér sýnist að þarna hitti annars ágætur þingmaður naglann á ólitaðan „hausinn“, sennilega óvart. Þessi svokallaða skuldaleiðrétting vegna „forsendubrests“ nýtist fólki nefnilega án tillits til þess hvort raunverulegur „forsendubrestur“ hafi orðið. Eða ekki. Margir virðast […]

Getur verið að jörðin sé flöt?
Ef íslenskur ráðherra myndi halda því fram í alvöru að jörðin væri flöt, myndi þá hann bara fá tækifæri til að halda þvi fram án andmæla? Myndu blaðamenn og fréttamenn síðan þurfa að heyra í Þorsteini Sæmundssyni stjörnufræðingi og fá hann til að segja að jörðin sé hnöttótt. Án þess samt að það yrði tekið […]
Er öllum virkilega andskotans sama?
Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður framsóknarflokksins og ráðherra átti á sínum tíma sæti í þverpólitískri þingmannanefndsem vann úr skýrslu RNA um Hrunið. Í einni ræðu sinni um málið ræddi Sigurður Ingi mikið um þann skort sem var á formestu við ákvarðanatöku og afgreiðslu mála í aðdraganda Hrunsins. Orðrétt sagði hann um það: „Við (nefndarmenn) vorum sammála og samstiga í vinnunni […]

Þingheimsóknir og partí hjá Halla & Sveinn Gunnarsdottir
Nashville, 8. apríl 2014 Kæra Ísland, Í morgun átti ég erindi niður á þing okkar Tennessee-búa. Það er í virðulegri byggingu í miðbænum. Fyrir framan gömlu bygginguna er stór garður sem sagan segir að hafi verið settur þar niður til að koma í veg fyrir að hægt væri að byggja háhýsi allt í kringum Kapítólið. […]