Pistlar
Grænar og bláar krumlur
„Fjölmiðlar eiga að veita aðhald með því að halda uppi faglegri og sanngjarnri umfjöllun og fréttaflutningi. Með faglegri blaða- og fréttamennsku er átt við að þeir sem henni sinna séu sjálfstæðir í vinnubrögðum og nálgist viðfangsefni sitt með hlutlægum hætti og með almannahagsmuni að leiðarljósi. Umfjöllunarefni mótist ekki af hagsmunum eigenda og auglýsenda eða persónulegum […]

Sigmundur Davíðs
Síðasta vika var skrautleg hjá forsætisráðherra. Hún byrjaði með ákalli aðstoðarmannsins: Nei, Sigmundur sagðist aldrei ætla að ná 300 milljörðum af hrægömmum og nota til skuldaleiðréttingar! Horfiði bara á síðasta viðtalið hans fyrir kosningar! Það eru bara fréttamennirnir sem tala um þetta! Hann segir það aldrei beinum orðum sjálfur! Leiðréttingin átti semsagt líka að ná […]

Erum við með nógu þroskað lýðræði?
Mál málanna í dag er auðvitað skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Skýrslan er ein allsherjar sönnun þess að það er gagnstætt öllum hagsmunum Íslands að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Og það er niðurstaðan fyrir alla, líka þá sem eru á móti. En þeir sjá það auðvitað ekki þannig. Það er nokkuð til í því […]
Nýtt pólitískt heimili
Sagt er að fólk hafi fagnað mjög ræðu Benedikts Jóhannessonar á mótmælafundi gegn ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. Benedikt boðaði í ræðu sinni stofnun nýs stjórnmálaflokks hægramegin við miðju og hliðhollum ESB. Slíkur flokkur er reyndar til nú þegar en vilji brottfloginna sjálfstæðismanna virðist ekki stefna til þess að ganga til liðs við hann, heldur […]
Boltinn er hnöttóttur
Josef Herberger hefði orðið 117 ára um daginn ef hann hefði ekki látist langt fyrir aldur fram árið 1977. Herberger var mikill spekingur og ef einhver kemst með tærnar þar sem heimspekingurinn Guðmundur Benediktsson er með hælana þá er hann. Hann er þekktur fyrir beinskeyttan og einfaldan en áhrifamikinn stíl og eftir honum eru hafðar […]
Rökleysur um einokun
Ég sé að Páll Magnússon skrifar grein í Morgunblaðið til varnar núverandi fyrirkomulagi í fiskveiðimálum. Reyndar tengir hann þetta við aðildarumsókn að ESB, látum þá hlið liggja á milli hluta hér. En Páll segir í stuttu máli að fleiri en eigendur kvótans og „sægreifar“ njóti arðsins af fiskvinnslunni. Úgerðarfyrirtækin greiði skatta til þjóðfélagsins og þannig […]
Handstýrt atvinnustig
Það var lengi viðtekin skoðun hagfræðinga að mjög lágt atvinnuleysi hefði verðbólgu í för með sér. Stjórnvöld gætu valið á milli þess að hafa mikið atvinnuleysi og litla verðbólgu eða lítið atvinnuleysi og mikla verðbólgu. Sé Ísland borið saman við nágrannalöndin þá blasir við að atvinnuleysisvofan markaði djúp spor í þjóðarsálina í gegnum aldirnar og varð […]

Ekkert slakað á klónni á Austurvelli
Það voru um 2000 manns sem mættu á Austurvöll í sjötta sinn á laugardagseftir-miðdegi og hlustuðu á hreint frábærar ræður. Einar Kárason reið á vaðið…

Norræna
Loksins fundu Austfirðingar sér eitthvað til að þrasa um og þar er ekki á ferðinni þrætuepli af minni gerðinni. Um er að ræða ferjuna Norrænu eða öllu heldur, hvar á Austfjörðum hún skuli leggjast að bryggju. Eins og allri vita (eða eiga að vita) hefur Norræna, þetta glæsilega færeyska skip, siglt til Seyðisfjarðar á vikulegum […]

Umsögn um þingsályktunartillögur
Við Katla sendum áðan þessa umsögn um mál málanna til utanríkismálanefndar og vonum að þar sé fólk sem hlustar: Umsögn um 340. mál, 344. mál og 352. mál. Tillaga til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki. og […]
Hversu súrt?
Í morgun las ég ágætisgrein eftir Sigurð Inga Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra um loftslagsvána. Þar segir hann meðal annars: Allar þjóðir munu bera skaða af stórfelldum loftslagsbreytingum, líka við Íslendingar. Fyrir okkur er hin svokallaða súrnun sjávar eitt helsta beina áhyggjuefnið tengt loftslagsbreytingum. Aukinn styrkur CO2 breytir efnasamsetningu í sjó, sem getur haft alvarleg áhrif […]
Ertu hrægammur?
Það er örugglega mjög erfitt að vera forsætisráðherra eða einhver annar ráðherra þessarar þjóðar. Eiginlega svo erfitt að það er næstum óskiljanlegt að nokkur manneskja með fullu viti sækist eftir því. Sjáið t.d. eins og núna. Það skilur enginn hvað forsætisráðherrann segir. Hann segir að Íslandi gefist mikil tækifæri með hlýnandi loftslagi þegar ísinn í […]