Pistlar

Pólitískt bull, menn að reyna að skapa sér stöðu
Allt í einu, fyrir nokkrum dögum, fór að spretta upp á netinu hugleiðingar um það væri jafn stór eða stærri hluti Samfylkingarinnar sem væri á móti aðild að Evrópusambandinu en hópurinn innan Sjálfstæðisflokksins sem vill klára viðræður og ganga í Evrópusambandið. Og þeir menn sem það nefna spyrja afhverju fjölmiðlar séu ekki að fjalla um […]
Casino, já
Ég er ánægður að heyra af frumvarpi Willums Þórs Þórssonar um að lögleiða fleiri tegundir fjárhættuspila, þeas. að leyfa rekstur á því sem kallast „Casino“ í útlandinu, en hefur fengið það fjandsamlega heiti „Spilavíti“ á íslensku. Ég kíki gjarnan í Casino á ferðalögum, þeas. þar sem það er hægt, tek frá litla upphæð og ýmist […]
Skjótum sendiboðann
Alþingismönnum virðist ekkert ómögulegt. Í vikunni sem leið þóttist meiri hluti Stjórnskipunar- og eftirlistnefndar sýna fram á að það hefði helst verið ábótavant við stjórn Íbúðalánasjóðs að samskipti við félagsmálaráðherra hefðu verið lítt formleg og að fátt hafi verið um starfs- og verklagsreglur hjá sjóðnum. Ríkisábyrgð er á Íbúðalánasjóði. Ef tap verður á Íbúðalánasjóði er […]
Fjöllin skyr og fjörður mjólk
„Sjá fjöll mín hefjast hvít sem skyr og mjólk úr hafi, — gnoðin ber mig aftur heim …“ Þannig hefst lokaerindið í ljóði Laxness, Í landsýn. Skildi þessar línur loks í dag er ég ók út Eyjafjörð sem undir grænlandshæð var sem grænlenskur kollegi, lygn og tær. Snarauður á vegi en snjóhvítur til hlíða. Fjöllin […]

Bútasaumsteppi eftir blindan mann
Allir vita að búningar skipta miklu máli í fótbolta og geta ráðið úrslitum um það hvernig stemning skapast innan liða og í kringum þau. Sumir búningar eru fagurrauðir og eins og sérsniðnir til þess að sigra í þeim, aðrir eru beinlínis tilræði við augun, eins og varabúningur Liverpool í ár sem er eins og bútasaumsteppi […]
Bjarni er búinn að vera
Bjarni Benediktsson náði að snúa sjálfstæðisflokknum úr frjálsu falli á síðustu metrunum fyrir kosningarnar vorið 2013. Þrátt fyrir það hlaut sjálfstæðisflokkurinn þá næst verstu kosningu frá stofnun flokksins. Margir töldu að Bjarni myndi í kjölfarið ná að vinna frekar úr þeirri stöðu en það er öðru nær. Sjálfstæðisflokkurinn er nú við það að klofna vegna […]

Fjöldi fólks á fimmta fundi
Það er ekkert lát á mótmælunum á Austurvelli á laugardögum. Það mættu örugglega um 2-3000 manns á Austurvelli í dag. Löggan sagði 1600 en líklega er hún að telja á slaginu klukkan þrjú. Einsog ég þá eru nú örugglega fleiri sem eru alltaf aðeins seinir fyrir. En ræðuhöld voru góð að vanda í dag. Ásdís, […]
Sex röng viðbrögð við því þegar einhver afþakkar áfengi
Nýlega fagnaði ég því að hafa verið án áfengis í níu ár. Á þessum tíma hef ég rekið mig á að sumum finnst vandræðalegt þegar þeir eru úti á lífinu eða á samkomum þar sem áfengi er haft um hönd og átta sig skyndilega á því að ég kýs að neyta ekki áfengis. Viðbrögð fólks […]

Frjálst er í Framsalsdal
Kvótakerfið sló í dag þrjú byggðarlög í gólfið. Með einu höggi. Útgerðarfélagið Vísir tilkynnti að framvegis ætli það að vinna allan sinn fisk í Grindavík en loka starfsstöðvum á Djúpavogi, Húsavík og á Þingeyri. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem nákvæmlega þessi frétt (bara með öðrum staðarheitum og annarri útgerð) heyrist og örugglega ekki […]
Íslendingafélagið í Nashville
Kæra Ísland, Daginn eftir að Sveinn Máni kom hingað til Nashville í ágúst í fyrra fór hann í banka til að opna bankareikning (og fá ávísanahefti eins og annað velfúnkerandi fólk). Þjónustufulltrúinn saup hveljur þegar hún heyrði að hann væri frá Íslandi. Það hafði nefnilega verið annar Íslendingur í bankanum daginn áður! Sögusagnir af þessum […]
Hrægammsraunir
Kæra Eva! Mig vantar góð ráð. Við fjölskyldan erum orðin hrægammar. Sigmundur ætlar að láta 70 þúsund fjölskyldur fá 250 þúsund krónur á ári upp í vondu lánin sín og við fjölskyldan og aðrar 125 þúsund fjölskyldur eigum nú að borga það. Við sem höfum lifað af að Bæjarins bestu hækkuðu úr 3 krónum (1953) […]
Tímarnir tvennir
Merkilegt fannst mér við hrunið haustið 2008, að muna allt í einu tímana tvenna. Ég hélt það ætti ekki fyrir mér að liggja að verða eins og gamla fólkið þegar ég var strákur, þegar hver karl og hver kerling mátti muna tímana tvenna. Þetta var fólkið sem fæddist í skorðuðu samfélagi gamla tímans en sá […]